Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson og skrifa 10. október 2020 22:11 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04