Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson og skrifa 10. október 2020 22:11 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04