Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skautafjör á Laugar­vatni í dag

Fjöldi fólks er nú kominn saman á Laugarvatni því þar fer fram svokallað „Skautafjör” þar sem ungir sem aldnir koma saman og skauta á vatninu. Skautar verða til útláns fyrir þá, sem ekki eiga skauta.

Ör­yrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar

Öryrkjar eru að fá mun hærri laun frá Tryggingastofnun en eldri borgarar eða um 51 þúsund krónur meira á mánuði miðað við lágmarkslífeyri eldri borgara eins og staðan er í dag.

Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skaga­firði

Guðríði Magnúsdóttir sauðfjárbónda á bænum Viðvík í Skagafirði var nokkuð brugðið í gær þegar hún fór að gefa fénu í fjárhúsinu hjá sér því þá hún að ærin Bláklukka hafði borið þremur lömbum. Það þykir mjög óvenjulegt og sérstakt á þessum árstíma en gerist þó alltaf annars slagið.

Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel

Nýliðið ár var mikið uppskeruár hjá Náttúruverndarstofnun því gestastofur voru opnaðar víða um land. Þá voru sérstakar sýningar opnaðar á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit og á Hellissandi en allar þessar sýningar fengu sérstök hönnunarverðlaun.

Jóhanna Lilja, kar­töflu­bóndi í Þykkva­bæ, heiðruð

Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir í Þykkvabæ var útnefnd Samborgari Rangárþings ytra 2025 í hófi á vegum sveitarfélagsins í gær, 10. janúar. Jóhanna Lilja býr í Skarði með manni sínum, Sigurbjarti Pálssyni en þau stunda m.a. kartöflurækt á bænum, auk þess, sem hún hefur unnið við íþróttahúsið og tjaldsvæðið í þorpinu í nokkur ár. Hún er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982.

Frír leik­skóli í sex klukku­tíma á dag í Hvera­gerði

Frítt verður fyrir börn í sex tíma á dag í leikskólum Hveragerðisbæjar frá 1. febrúar næstkomandi en frítt hefur verið fyrstu fimm klukkustundirnar frá 1. janúar síðastliðnum. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær, 8. janúar.

Skauta­svell á Stokks­eyri slær í gegn

Íbúum á Stokkeyri þykir fátt skemmtilegra en að bregða sér á skauta á stóru svelli í þorpinu en mikil hefð er fyrir skautamenningu á staðnum. Kona, sem býr í Danmörku en er í heimsókn á Íslandi, segir skautasvellið á Stokkseyri algjöra paradís.

Sauð­burður er hafinn í Helga­fells­sveit

„Lambið kom í heiminn í morgun okkur öllum á óvörum en svona er lífið í sveitinni, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ærin heitir Svanhildur, lambið heitir Tígull og faðirinn heitir Máni. Svanhildur bar snemma í morgun,” segir Guðmundur Karl Magnússon á bænum Gríshóli í Helgafellsveit á Snæfellsnesi aðspurður um lambið, sem fæddist þar snemma í morgun, 4. janúar, sem er mjög óvenjulegur tími fyrir sauðburð, sem er jú alltaf á vorin.

„Flestum þykir vænt um bóndann“, segir for­maður Bænda­sam­takanna

„Flest öllum þykir vænt um bóndann, bóndann sem er á bak við matvælin, bóndann sem er á bak við Bændasamtökin en rosalega mörgum er illa við kerfið”, segir formaður Bændasamtaka Íslands og vísar þar í að landsmenn þurfi að tengja við íslenska bændur þegar keypt eru íslensk matvæli í verslunum.

Nýársbarnið á Suður­landi býr á Eyrar­bakka

Nýársbarnið á Suðurlandi fæddist á fæðingadeildinni á Selfossi í gær, 1. janúar, klukkan 17:06 en það var stúlka og fjölskyldan býr á Eyrarbakka. Foreldrar hennar eru þau Natalía Embla Þórarinsdóttir og Halldór Ingvar Bjarnason og stóri bróðir heitir Stormur Hrafn Halldórsson.

Sjá meira