Skautafjör á Laugarvatni í dag Fjöldi fólks er nú kominn saman á Laugarvatni því þar fer fram svokallað „Skautafjör” þar sem ungir sem aldnir koma saman og skauta á vatninu. Skautar verða til útláns fyrir þá, sem ekki eiga skauta. 17.1.2026 12:01
Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Öryrkjar eru að fá mun hærri laun frá Tryggingastofnun en eldri borgarar eða um 51 þúsund krónur meira á mánuði miðað við lágmarkslífeyri eldri borgara eins og staðan er í dag. 16.1.2026 22:00
Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Guðríði Magnúsdóttir sauðfjárbónda á bænum Viðvík í Skagafirði var nokkuð brugðið í gær þegar hún fór að gefa fénu í fjárhúsinu hjá sér því þá hún að ærin Bláklukka hafði borið þremur lömbum. Það þykir mjög óvenjulegt og sérstakt á þessum árstíma en gerist þó alltaf annars slagið. 13.1.2026 20:21
Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Nýliðið ár var mikið uppskeruár hjá Náttúruverndarstofnun því gestastofur voru opnaðar víða um land. Þá voru sérstakar sýningar opnaðar á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit og á Hellissandi en allar þessar sýningar fengu sérstök hönnunarverðlaun. 11.1.2026 14:03
Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir í Þykkvabæ var útnefnd Samborgari Rangárþings ytra 2025 í hófi á vegum sveitarfélagsins í gær, 10. janúar. Jóhanna Lilja býr í Skarði með manni sínum, Sigurbjarti Pálssyni en þau stunda m.a. kartöflurækt á bænum, auk þess, sem hún hefur unnið við íþróttahúsið og tjaldsvæðið í þorpinu í nokkur ár. Hún er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982. 11.1.2026 11:17
Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Frítt verður fyrir börn í sex tíma á dag í leikskólum Hveragerðisbæjar frá 1. febrúar næstkomandi en frítt hefur verið fyrstu fimm klukkustundirnar frá 1. janúar síðastliðnum. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær, 8. janúar. 9.1.2026 20:05
Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Íbúum á Stokkeyri þykir fátt skemmtilegra en að bregða sér á skauta á stóru svelli í þorpinu en mikil hefð er fyrir skautamenningu á staðnum. Kona, sem býr í Danmörku en er í heimsókn á Íslandi, segir skautasvellið á Stokkseyri algjöra paradís. 6.1.2026 20:05
Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit „Lambið kom í heiminn í morgun okkur öllum á óvörum en svona er lífið í sveitinni, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ærin heitir Svanhildur, lambið heitir Tígull og faðirinn heitir Máni. Svanhildur bar snemma í morgun,” segir Guðmundur Karl Magnússon á bænum Gríshóli í Helgafellsveit á Snæfellsnesi aðspurður um lambið, sem fæddist þar snemma í morgun, 4. janúar, sem er mjög óvenjulegur tími fyrir sauðburð, sem er jú alltaf á vorin. 4.1.2026 19:04
„Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna „Flest öllum þykir vænt um bóndann, bóndann sem er á bak við matvælin, bóndann sem er á bak við Bændasamtökin en rosalega mörgum er illa við kerfið”, segir formaður Bændasamtaka Íslands og vísar þar í að landsmenn þurfi að tengja við íslenska bændur þegar keypt eru íslensk matvæli í verslunum. 4.1.2026 13:06
Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Nýársbarnið á Suðurlandi fæddist á fæðingadeildinni á Selfossi í gær, 1. janúar, klukkan 17:06 en það var stúlka og fjölskyldan býr á Eyrarbakka. Foreldrar hennar eru þau Natalía Embla Þórarinsdóttir og Halldór Ingvar Bjarnason og stóri bróðir heitir Stormur Hrafn Halldórsson. 2.1.2026 20:06