Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. 16.5.2025 20:36
Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. 15.5.2025 09:02
230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil uppbygging í Þorlákshöfn og um þessar mundir en í dag eru þar 230 íbúðir í byggingu. Þá er búði að stækka höfnina á staðnum og það er verið að byggja við sundlaugina og byggja við grunnskólann svo eitthvað sé nefnt. 11.5.2025 14:03
Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. 10.5.2025 19:46
Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina. 10.5.2025 12:22
„Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Tuttugu og tvö sveitarfélög taka nú þátt í verkefninu, „Gott að eldast“, sem er samvinnuverkefni ríkisins, sveitarfélaganna og heilbrigðisstofnana. Mikil ánægja er með verkefnið í Árborg þar sem rík áhersla er lögð á heimaþjónustu við eldra fólk. 8.5.2025 20:03
Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. 4.5.2025 20:04
Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. 4.5.2025 14:05
Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum. 3.5.2025 20:04
Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. 3.5.2025 14:05