Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­fanginn „Allt fyrir ástina“ verð­launaður á Sel­fossi

Mikil ánægja er á meðal nemenda og starfsmanna Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því áfanginn „Allt fyrir ástina“ var að fá heiðursverðlaun Félags sérkennara á Íslandi en áfanginn er kenndur á sérnámsbraut skólans. Í áfanganum fá nemendur að vita allt það helsta, sem við kemur ástinni.

30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda

Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu.

Tæp­lega tveggja milljóna króna gjöf frá kvenfélögunum í Flóahreppi

Kvenfélögin þrjú, sem starfrækt eru í Flóahreppi komu færandi hendi til Sigurhæða á Selfossi í vikunni og gáfu starfseminni 1,7 milljón króna, sem er ágóði af basar félaganna nýlega. Sigurhæðir er fyrsta og eina samhæfða þjónustan við þolendur kynbundins ofbeldis í sunnlensku samfélagi. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá.

Kveikt í Rice Krispies á Borg í Gríms­nesi

Félagsheimilið á Borg í Grímsnesi breyttist í vísindahús um helgina þegar Háskólalestinn var þar á ferð þar sem gestir og gangandi gátu reynt á hæfileika sína í því að taka fréttaviðtöl, prófað tól og tæki sjúkraþjálfara, kynnst ólíkum heimum gervigreindar og kynnst ævintýrum fuglanna með fuglafræðingi svo eitthvað sé nefnt.

Heil­brigðis­stofnun Suður­lands þarf nýja byggingu á Sel­fossi

Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eykst og eykst en á sama tíma fær stofnunin ekki það fjármagn, sem hún þarf á að halda. Heimsóknir á bráðamóttökuna á Selfossi hafa til dæmis aukist um 36% á síðustu fjórum árum og meðallegutími á sjúkrahúsinu hefur tvöfaldast á sama tímabili, eða úr 7,5 dögum í rúmlega 15 daga.

70 ára af­mæli Tón­listar­skóla Ár­nesinga fagnað

Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember.

Sjá meira