Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Greindi þátt al­mennings og fjöl­miðla í máli „strokufangans“

Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“.

Stærsti ár­gangur sögunnar fer í fram­halds­skóla: „Það verður þétt setið í skóla­stofunni“

Fram­halds­skólarnir fjölguðu flestir inn­rituðum nem­endum um tíu pró­sent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skóla­meistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Inn­ritunarár­gangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Ís­landi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. 

Á­ætla að hús­næði á Ís­landi sé veru­lega van­tryggt fyrir bruna

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík.

Vilja á­bendingar um „kettlingamyllur“ og síendur­tekin got

Deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur vill að kattasamþykkt Reykjavíkur verði endurskoðuð þannig að meira samræmi sé til dæmis um geldingu læða og fressa. Hún segir fólk verða að fræða sig betur um þá skuldbindingu sem fylgir gæludýrahaldi áður en það fær sér gæludýr. Eins og fyrri ár er allt að fyllast í athvörfum af hundum og köttum sem fólk vill ekki eiga.

Fjögur bú­setuúrræði Vinnumála­stofnunar standa auð

Alls er Vinnumálastofnun með á leigu nítján búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þar af standa fjögur þeirra, samkvæmt svörum Vinnumálastofnunar, auð. Umsóknum um alþjóðleg vernd hefur fækkað verulega í ár.

„Lands­lið barna“ tekið til starfa á Suður­nesjum

Tímamót urðu í málefnum barna á Íslandi í dag þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað. Bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga sem standa að stofnun ráðsins segja það sögulegt skref fyrir landshlutann.

Vá­leg þróun að ríki telji sig ekki þurfa að færa rök fyrir því að beita her­valdi

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir líklegustu sviðsmyndina í heimsmálunum að Íranar bregðist við sprengjuárás Bandaríkjamanna með árás og takmörkun á olíuflutningum. Erlingur segir sviðsmyndina neikvæða og það sé váleg þróun að ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Ísrael telji sig geta beitt hervaldi án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir því.

Sjá meira