Vaktin: Grindvíkingar fá að snúa aftur Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. 23.8.2024 06:28
Dregur úr skjálftavirkni og gossprungan að ná hámarkslengd Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni telur að gossprungan sé búin að ná hámarkslengd og að byrjað sé að draga úr skjálftavirkni. 23.8.2024 00:01
Þriggja metra hrauntunga renni í átt að Grindavíkurvegi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir eldgosið svipað að stærð og áður en hraunstreymið meira í . Töluverður hraunstraumur stefni í átt að Grindavíkurvegi og hugsanlega að varnargörðum við Bláa lónið. 22.8.2024 22:46
Reykjanesbraut lokað við Straumsvík Búið er að loka Reykjanesbraut við Straumsvík tímabundið á meðan viðbragðsaðilar ná utan um aðstæður. 22.8.2024 22:10
Vaktin: Eldgos hafið Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar. 22.8.2024 21:13
Stærð íslenska útselsstofnin stendur í stað Niðurstöður talninga á útsel við Ísland haustið 2022 liggja nú fyrir og var í talningunni heildarkópaframleiðslan metin vera 1551 kópar. Mikilvægasta kæpingarsvæðið var líkt og áður Breiðafjörður með um 62 prósent af kópunum. 22.8.2024 19:25
Halla býður á Bessastaði í fyrsta sinn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur, laugardaginn 24. ágúst. Það verður í fyrsta sinn sem nýr forseti, Halla Tómasdóttir, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði síðan hún tók við embætti. 22.8.2024 18:43
Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. 22.8.2024 18:28
Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. 22.8.2024 18:06
Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. 21.8.2024 23:45