Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29.10.2024 17:51
Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28.10.2024 11:55
Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28.10.2024 10:46
Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 28.10.2024 09:34
Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka Ferðalag Tinnu Rúnarsdóttur til Srí Lanka skilaði ekki aðeins dýrmætum tíma með systur sinni og ömmu heldur uppgötvaði hún líka að hún á frænkur á Íslandi. Svar úr DNA-prófi kom Tinnu í opna skjöldu sem veltir nú fyrir sér hvort móður hennar hafi verið nauðgað eða hún haldið fram hjá. 27.10.2024 07:01
Segir kerfið augljóslega mölbrotið Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum. 26.10.2024 17:14
Styrkti Kvenréttindafélagið um milljónir á síðasta ráðherradegi Svandís Svavarsdóttir útdeildi tveimur milljónum af skúffupeningum sínum til Kvenréttindafélags Íslands sinn síðasta dag í embætti sem innviðaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samtals hafa sjö ráðherrar ríkisstjórnar útdeilt 9.095.000 krónum í ýmis verkefni af ráðstöfunarfé á þessu ári. 26.10.2024 07:01
„Hættan af þessum mönnum var þekkt” Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana. 25.10.2024 13:20
Loka Fjölskyldulandi í næstu viku Innileikvellinum Fjölskyldulandi verður lokað í næstu viku. Innan við tvö ár eru frá því að leikvöllurinn var opnaður í Dugguvogi. Fjölskylduland er fyrir fjölskyldur með börn á leikskólaaldri og í fyrsta bekk í grunnskóla. Haldin hafa verið námskeið þar fyrir börn auk þess sem leikvöllurinn var opinn fólki gegn gjaldi. 25.10.2024 10:56
Loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum: „Ég er miður mín að lesa þetta“ Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum sem er hjúkrunarheimili fyrir heilabilaða. Vísað er til þjónustuþyngdar, óhentugs húsnæðis og að ekki sé ekki hægt að þjónusta fólk til æviloka. 25.10.2024 10:06