Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað

Takast þarf á við þjófnað í verslunum á fjölbreyttan hátt, bæði með tækni og starfsmönnum að mati sérfræðings hjá Öryggismiðstöðinni. Hann segir þó vakandi starfsmenn og snyrtilegt umhverfi bestu forvörnina. 

„Um­breyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hug­rekkis“

Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin.

„Enn sem er komið er staðan ó­breytt og orð Sönnu ó­sönn“

Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan.

Munu geta að­greint fanga eftir al­var­leika brota í nýju fangelsi

Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna.

„Þetta er vondur klukku­tími hér í þessum þing­sal“

Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun.

Haf­dís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“

Vinkona Hafdísar Báru Óskarsdóttur segist aldrei hafa búist við því að Jón Þór Dagbjartsson myndi ganga svo langt að reyna að drepa Hafdísi. Hún viðurkennir þó að hafa verið að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast. Vinkona Hafdísar gaf skýrslu fyrir dómi en hún dvaldi hjá Hafdísi fyrir árásina og kom að Hafdísi eftir hana.

Til skoðunar hvort hægt sé að inn­heimta leigu beint af tekjum

Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum.

Sjá meira