Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lindex lokað á Ís­landi

Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar.  Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í.

Vara við eldingum á Suð­austur­landi

Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað.

Meðal­aldur hjúkrunar­fræðinga, sjúkra­liða og ljós­mæðra heldur á­fram að hækka

Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum. Um 14 prósent hjúkrunarfræðinga undir sjötugu starfa ekki í greininni og um 40 prósent sjúkraliða. Meðalaldur lækna hefur haldist svipaður, en þar er þó mikill munur eftir kynjum. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis um mannafla í heilbrigðisþjónustu. 

Munu skoða hvort til­efni sé til að hægja á inn­töku nýrra barna

Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku.

Engin inn­köllun á NAN þurr­mjólk á Ís­landi

Nestlé í Noregi hefur af öryggisástæðum hafið innköllun á ákveðnum framleiðslulotum af NAN þurrmjólk fyrir börn. Í tilkynningu frá Danól kemur fram að loturnar sem um ræðir séu hvorki í dreifingu né sölu hér á landi. Því þurfi ekki að fara í neinar innkallanir á þurrmjólkinni á Íslandi.

Út­lendinga­stofnun til­kynnir starfs­manninn til lög­reglu

Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju.

Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag

Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð.

Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. 

Sjá meira