Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jónas Már vill leiða Sam­fylkingu í Kópa­vogi

Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. 

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Við­reisn býður fram á Akur­eyri í fyrsta sinn

Viðreisn mun í vor bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Það er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í sveitarfélaginu. Ákveðið hefur verið að fara í uppstillingu. Í tilkynningu segir að framboðið marki tímamót sé liður í því að efla starf flokksins á landsbyggð.

Guð­mundur Árni vill á­fram leiða Sam­fylkingu í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista.

Ragn­hildur Alda vill halda öðru sætinu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum.

Mann­leg mis­tök þegar starfs­menn Reykja­nes­bæjar tæmdu geymslur í­búa

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni.

Guð­laugur fer ekki fram í Reykja­vík

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. 

Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en ein­hver bata­merki

Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands.

Snjó­fram­leiðslan „fárán­lega flott“ í Ártúns­brekkunni

Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði.

Sjá meira