Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar í nótt. Önnur átti sér stað í Breiðholti og hin í Grafarholti. Báðar eru í rannsókn hjá lögreglu samkvæmt dagbók lögreglunnar. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn en samkvæmt dagbókinni gistu tveir í fangaklefa lögreglunnar í nótt. 23.12.2024 06:11
Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Í byrjun árs 2025 stefnir Strætó að því að byrja að leggja fargjaldaálag á þá farþega sem ekki geta sýnt fram á gilt fargjald við eftirlit. Fargjaldaálagið verður almennt 15 þúsund krónur en 7.500 krónur á ungmenni og aldraða. Á öryrkja verður gjaldið 4.500 krónur. Ekki verður innheimt fargjaldaálag af börnum yngri en 15 ára. Börn yngri en 15 ára verða ekki krafin um fargjaldaálag. 20.12.2024 13:18
Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 20.12.2024 12:43
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20.12.2024 10:38
Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu. 19.12.2024 23:19
Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. 19.12.2024 21:10
Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, bana hefur verið ákærður af alríkissaksóknurum í New York fyrir manndráp. 19.12.2024 21:08
Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan. 19.12.2024 18:22
Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19.12.2024 17:46
„Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Rauða regnhlífin segir ný lög í Belgíu bæta stöðu kynlífsverkafólks verulega. Það séu gallar á löggjöfinni en lögin séu fordæmi sem vert sé að fylgjast með. Samtökin telja margt hægt að gera betur á Íslandi fyrir þolendur vændis og fólk í ýmiss konar kynlífsvinnu. Sem dæmi þurfi styrkari fjárhagsaðstoð og betri fræðslu fyrir fagaðila. 19.12.2024 07:02