Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. 2.6.2025 19:37
Slæmt að fá hret á varptíma Vegir gætu lokast og samgöngur raskast þegar vonskuveður gengur yfir landið í dag og á morgun. Fuglafræðingur segir hretið sem spáð er geta haft veruleg áhrif á fuglalífið þar sem ungar séu nú margir nýskriðnir úr hreiðrum. 2.6.2025 12:28
Telja að maðurinn sé fundinn Viðbragðsaðilar telja að maðurinn, sem talið er að hafi örmagnast í sjónum úti fyrir Fiskislóð í Reykjavík í gær, sé fundinn. Hann var ekki með lífsmarki. 30.5.2025 14:47
„Yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar“ Fjölmenn bænastund var haldin í Hrunakirkju í gærkvöldi vegna tíu ára drengs sem lést í slysi við Hvítá í fyrradag. Sóknarpresturinn segir stundina hafa verið áhrifaríka en margir finni nú til. 30.5.2025 11:54
Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel. 20.5.2025 20:33
Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20.5.2025 19:03
Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili. 19.5.2025 22:44
„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. 16.5.2025 20:12
Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. 16.5.2025 14:04
Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15.5.2025 20:43