Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Baráttufundur en enginn samninga­fundur

Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað

Fleiri til­kynningar um týnd ung­menni en allt árið í fyrra

Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast.

„Þetta var hræði­legt slys“

Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða.

For­maður Kyndils lést í slysinu við Tungu­fljót

Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára.

Tíu mánaða strákur fær byltingar­kennt lyf fyrstur Ís­lendinga

Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn en við tók löng bið eftir að hitta lækni.

Tólf klukku­stunda gjörningur í Hörpu í dag

Á morgun verður tólf klukkustunda langt verk flutt í Hörpu en gjörningurinn er hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Verkið er sviðsverk þar sem þrjátíu og sex einstaklingar úr ólíkum starfstéttum koma saman og verða spurð sex hundruð spurninga. Verkið hefst klukkan tólf í hádeginu og stendur yfir til miðnættis. Aðgangur er ókeypis.

Í­þrótta­fé­lög hafa sum selt á­fengi í leyfis­leysi

Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið.

Vill úr­bætur sem fyrst á Flóttamannaleið

Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst.

Óttast um öryggi barna á leiðinni á golf­völlinn

Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst.

Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða

Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir.

Sjá meira