fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vill að hag­kvæmni olíu­leitar á Drekasvæðinu verði metin

Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær.

Tveir kaflar að Látra­bjargi lag­færðir fyrir almyrkvann

Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti.

Boris Spasskí grafinn með við­höfn í Moskvu

Rússneski skákmeistarinn Boris Spasskí var jarðsettur með viðhöfn í Moskvu í vikunni í kirkjugarði þar sem margar af hetjum Rússlands og Sovétríkjanna hvíla. Útförin var gerð frá höfuðkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Vilja færa skipulagsvald al­þjóða­flug­valla til ríkis

Sjálfstæðismenn vilja færa skipulagsvald yfir alþjóðaflugvöllum á Íslandi frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti um síðustu helgi.

Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair

Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur gefið út tegundarskírteini fyrir Airbus A321 XLR-þotuna knúna Pratt & Whitney-hreyflum. Áður hafði stofnunin samþykkt flugvélina með CFM LEAP-hreyflum. Sú vottun fékkst fyrir sjö mánuðum, í júlímánuði 2024, og var forsenda þess að hægt yrði að taka þotuna í almenna notkun.

Þurfti þrjár til­raunir til að lenda í Kefla­vík

Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin.

Sjá meira