Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19.8.2024 09:13
Kaldi eða stinningskaldi en bjart fyrir sunnan og vestan Spáð er kalda eða stinningskalda með vætu norðan- og austanlands í dag en björtu sunnan- og vestantil. Úrkomusvæði kemur að suðausturströndinni síðdegis og fer norður yfir austanvert landið í kvöld og nótt. 19.8.2024 08:38
Telja minni líkur á samdrætti í ferðaþjónustu með aukinni kortaveltu Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei verið meiri en hún var í júlí samkvæmt uppfærðum tölum Seðlabankans. Greinendur Landsbankans telja þetta benda til þess að staða í ferðaþjónustu sé ekki eins slæm og af hefur verið látið og minni líkur á samdrætti. 16.8.2024 15:51
Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. 16.8.2024 14:36
Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. 16.8.2024 12:35
Pottur á eldavél talinn upptök brunans á Amtmannsstíg Rannsókn lögreglu bendir til þess að kviknað hafi í potti á eldavél á neðri hæð þegar eldur kom upp í húsi á Amtmannsstíg á þriðjudag. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök íbúa á sjötugsaldri sem lést eftir eldsvoðann. 16.8.2024 12:23
Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. 16.8.2024 11:51
Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. 16.8.2024 10:52
Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. 16.8.2024 09:08
Víða bjart og fallegt sunnanlands í dag Létta á til sunnanlands með morgninum og víða er spáð björtu og fallegu veðri þar. Á norðanverðu landinu er spáð norðvestan- og norðangolu eða kalda og rigningu eða súld með köflum. Snjóað gæti í fjöll fyrir norðan á sunnudag. 16.8.2024 08:18