Handtóku mann í Hafnarfirði en málið enn óupplýst Lögreglan segir að manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfirði sé enn leitað og málið sé óupplýst þrátt fyrir að karlmaður hafi verið handtekinn í tengslum við það um helgina. 4.6.2024 15:14
Fékk mjólkurhristing í andlitið við upphaf kosningabaráttunnar Ung kona kastaði mjólkurhristingi í andlitið á Nigel Farage þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar í Bretlandi í dag. Farage sagði skóla landsins „eitra“ hugi ungs fólks í heimsókn sinni í Essex. 4.6.2024 14:21
Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. 4.6.2024 12:32
Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. 4.6.2024 08:41
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3.6.2024 16:02
Vangaveltur um að vinkona Ásdísar hafi verið myrt og hent í sjóinn Tilgátu um að Ruja Ignatova, búlgarskur rafmyntarsvikahrappur, hafi verið myrt af búlgörsku mafíunni og líki hennar varpað í Jónahaf er fleygt fram í nýju hlaðvarpi breska ríkisútvarpsins BBC. Ignatova var vinkona forsetaframbjóðandans Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. 3.6.2024 14:19
Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. 3.6.2024 11:32
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3.6.2024 10:45
Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. 31.5.2024 23:44
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31.5.2024 23:04