Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Zúista­bræður telja sig ekki hafa fengið sann­gjarna með­ferð

Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Skrifuðu undir vilja­yfir­lýsingu um Coda-stöð í Ölfusi

Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum.

Stórskemmdi grasflötina við Höfða

Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð.

Páfi sagður þarfnast frekari sjúkra­húss­legu vegna sýkingar

Læknar Frans páfa segja að ástand hans sé „flókið“  vegna sýkingar af völdum fjölda baktería í öndunarvegi og að þeir hafi breytt meðferð hans vegna hennar. Páfinn var upphaflega lagður inn á sjúkrahús vegna berkjubólgu á föstudag.

Telja basa­rannsókn í Hval­firði hafa mikið vísinda­legt gildi

Hafrannsóknastofnun telur fyrirhugaða tilraun með basa í Hvalfirði til þess að hafa áhrif á kolefnisupptöku sjávar geta skapað verðmæta þekkingu og áhrif hennar á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð. Hvalveiðifyrirtæki í firðinum leggst alfarið gegn tilrauninni.

Færri en mark­vissari að­gerðir svo Ís­land nái lofts­lags­skuld­bindingum

Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Sjá meira