Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari. 5.9.2024 23:26
Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. 5.9.2024 22:16
Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. 5.9.2024 21:12
Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. 5.9.2024 20:20
Hættir sem borgarfulltrúi sósíalista Trausti Breiðfjörð Magnússon er hættur sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Hann hefur átt við veikindi að stríða síðasta árið og segist ætla að setja heilsuna í forgang. Andrea Helgadóttir tekur sæti Trausta í borgarstjórn. 4.9.2024 15:47
Gekk yfir nýstorknað hraun á leið frá gígnum Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður. 4.9.2024 14:43
Meinleg fljótfærni að umdeild færsla FÍB fór í loftið Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að fljótfærni hafi verið um að kenna að umdeild færsla um flutningsgetu einkabíla og almenningsvagna birtist á vef þess í gær. Efni hennar hafi verið þvert á það sem félagið vilji standa fyrir. 4.9.2024 11:52
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4.9.2024 11:09
Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4.9.2024 10:13
Berjaforkólfar fyrir dóm vegna mansals Réttarhöld yfir forstjóra stærsta berjafyrirtækis Finnlands og taílenskum viðskiptafélaga hans vegna mansals á berjatínslufólki hófust í Lapplandi í dag. Slæmur aðbúnaður farandverkamanna í finnska berjaiðnaðinum hefur verið í brennidepli síðustu ár. 3.9.2024 10:22