Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfs­lokin

Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember.

Kynnti tveggja milljarða viðbótar­stuðning við Úkraínu í Kænu­garði

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári.

Er­lend gagna­ver sögð skila litlu í þjóðar­búið

Stófelld uppbygging gagnavera sem erlend fyrirtæki stefna að í Finnlandi er ólíkleg til þess að skila landinu miklum efnahagslegum ávinningi og er mengandi, að mati þarlends sérfræðings. Nokkur af stærstu gagnaverunum á Íslandi eru nú í eigu erlendra aðila.

Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar

Árleg rýrnun jökla á jörðinni utan stóru ísbreiðanna var mun hraðari síðustu tíu árin en hún var á fyrsta áratug þessarar aldar samkvæmt umfangsmikilli rannsókn. Íslenskir jöklar rýrnar örar en flestir aðrir þrátt fyrir að rýrnunin sé hægari nú en í byrjun aldar.

Búr­fells­lundur verður Vaðöldu­ver

Landsvirkjun hefur ákveðið að gefa fyrsta vindorkuveri landsins sem nú er að rísa heitið Vaðölduver. Hingað til hefur það gengið undir vinnuheitinu Búrfellslundur en þar eiga að rísa 28 vindmyllur á næstu tveimur árum.

Zúista­bræður telja sig ekki hafa fengið sann­gjarna með­ferð

Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Skrifuðu undir vilja­yfir­lýsingu um Coda-stöð í Ölfusi

Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum.

Sjá meira