Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra. 20.1.2026 14:10
Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Tæplega tuttugu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi frá því í síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni og er enn talið líklegt að aftur gjósi á næstu vikum. Hættumat er óbreytt fram í næsta mánuð. 20.1.2026 13:43
Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Fyrirséð er að mikið verði að gera á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og bið gæti myndast, að sögn upplýsingafulltrúa spítalans. Á þriðja tug manna höfðu leitað á móttökuna vegna slíkra slysa í morgun. 20.1.2026 10:35
Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú sögð skoða hvort hægt sé að banna snjallforrit sem byggja á gervigreind sem hægt er að nota til þess að búa til falsaðar nektarmyndir af fólki. Samfélagsmiðlinn X hefur legið undir ámæli fyrir að framleiða slíkar myndir af börnum og konum. 19.1.2026 15:55
Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að Vegagerðin vinni þegar í stað að úrbótum á hringveginum við Steinafjall á Suðurlandi eftir að erlend ferðakona lést þegar stærðarinnar grjót féll á bíl hennar. Líkur á slíkum slysum eru sagðar hafa aukist vegna þyngri umferðar um veginn. 19.1.2026 12:11
Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sæti í svonefndu „friðarráði“ sínu um uppbyggingu Gasastrandarinnar. Ekki er ljóst hvort að sömu kröfur verði gerðar til Pútín og til annarra leiðtoga sem eru sagðir hafa fengið slíkt boð. 19.1.2026 11:15
Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Tæplega fjörutíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast óánægð með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta Fjarðarheiðargöngum, um tvöfalt fleiri en eru ánægðir. Flestir hafa þó enga skoðun á frestuninni. 19.1.2026 10:47
Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Bandaríkjaforseti segist ekki lengur telja sig skyldugan til að hugsa aðeins um frið í heiminum eftir að hann hlaut ekki friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Þetta skrifar hann í bréfi til forsætisráðherra Noregs þar sem hann ítrekar hótanir vegna Grænlands. 19.1.2026 08:54
Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Hugsanlegt er að strangari reglur um losun gróðurhúsalofttegunda frá alþjóðaflugi í Evrópu geti þýtt að það verði sex þúsund krónum dýrara fyrir meðalheimilið að ferðast til útlanda en áður. Efnahagsleg áhrif losunarkerfis á almenning á Íslandi eru sögð hafa verið óveruleg til þessa. 18.1.2026 07:01
Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Nokkuð tjón varð af völdum reyks og hita þegar eldur kviknaði í veitingastaðnum Svarta sauðnum í dag. Staðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. 16.1.2026 15:53