Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. 27.10.2025 15:32
Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Karlmaður á sextugsaldri sem lést nærri Apavatni á föstudag var á rjúpnaveiðum við annan mann þegar hann varð fyrir voðaskoti. Enn er unnið að því að safna gögnum af vettvangi á meðan veður leyfir. 27.10.2025 14:53
Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Æðsti dómstóll Kamerún lýsti Paul Biya sigurvegara kosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum í dag. Biya er elsti forseti í heimi en hann verður á hundraðasta ári þegar kjörtímabili hans lýkur. Fjórir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita en stjórnarandstaðan telur að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. 27.10.2025 12:12
Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Afleiðingar bilunar í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga gætu byrjað að komast á hreint í næstu viku ef línur skýrast þá um hvenær nýr búnaður fæst til landsins. 27.10.2025 10:24
Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Fjórða stigs fellibylurinn Melissa sem stefnir nú á Jamaíka gæti styrkst enn frekar áður en hann gengur á land þar. Hann yrði þá öflugasti fellibylur sem dunið hefur á eyjunni í fleiri áratugi. 27.10.2025 08:53
Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. 24.10.2025 15:51
Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Meta ætti hvort ástæða sé til þess að breyta reglum um loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll eftir alvarlegt flugatvik þar sem lá við árekstri tveggja kennsluflugvéla yfir Kópavogi í fyrra. Þetta er tillaga rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn hennar á atvikinu. 24.10.2025 11:48
Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. 24.10.2025 09:05
Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. 24.10.2025 08:23
Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. 23.10.2025 14:31