Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. 12.1.2026 13:30
Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. 12.1.2026 11:52
Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um ellefu á landinu á milli mánaða en íslenskum um 165, fimmtán sinnum meira. Síðasta rúma árið hefur erlendum ríkisborgurum þó fjölgað rúmlega helmingi meira en íslenskum. 12.1.2026 10:53
Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. 12.1.2026 08:40
Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9.1.2026 15:30
Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli hafa aldrei mælst fleiri en í fyrra. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 0,4 prósent á milli ára en fjöldinn hefur svo gott sem staðið í stað undanfarin þrjú ár. 9.1.2026 14:52
Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Aukinn meirihluti aðildarríkja Evrópusambandsins samþykkti fríverslunarsamning við fimm suðuramerísk ríki sem mynda fríverslunarbandalagið Mercosur. Verði samningurinn að veruleika verður til stærsta fríverslunarsvæði í heiminum. 9.1.2026 13:25
Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur ákveðið að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til jarðar á næstu dögum, mánuði á undan áætlun, vegna alvarlegra veikinda eins geimfaranna. Þetta er í fyrsta skipti sem geimleiðangur er styttur vegna veikinda. 9.1.2026 12:03
Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Hagvöxtur sem byggir á sífellt auknu framboði vinnuafls er ekki sjálfbær og næsta vaxtarskeið á Íslandi verður að hvíla á öðrum grunni, að mati prófessors í opinberri verðmætasköpun sem forsætisráðuneytið fær til að ræða um atvinnustefnu ríkisstjórnarinarinnar. 9.1.2026 10:33
Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum. 9.1.2026 09:07