Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. 17.11.2025 15:49
Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Ekkja fyrsta fórnarlambs versta kjarnorkuslyss sögunnar í Tsjernobyl er sögð hafa farist í drónaárásum Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún hafi látist af sárum sínum eftir að íransku Shahed-dróni lenti á húsi þar sem fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins búa. 17.11.2025 12:02
Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. 17.11.2025 10:54
Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Pólsk stjórnvöld fullyrða að vísvitandi skemmdarverk hafi átt sér stað um helgina þegar sprenging eyðilagði lestarteina sem tengja Varsjá og Lublin. Engan sakaði í sprengingunni. 17.11.2025 10:06
Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. 17.11.2025 08:56
Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. 15.11.2025 07:02
Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Bandalag miðhægriflokka á Evrópuþinginu sem forseti framkvæmdastjórnarinnra tilheyrir rauf samstöðum um einangrun jaðarhægriflokka þar í fyrsta skipti í gær. Það gerðu þeir til þess að útvatna umhverfislöggjöf sambandsins. 14.11.2025 10:05
Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. 14.11.2025 06:46
Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB. 13.11.2025 07:01
Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12.11.2025 14:37