Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­fjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnar­skrá

Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána.

Elsti for­seti heims endur­kjörinn í skugga mót­mæla

Æðsti dómstóll Kamerún lýsti Paul Biya sigurvegara kosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum í dag. Biya er elsti forseti í heimi en hann verður á hundraðasta ári þegar kjörtímabili hans lýkur. Fjórir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita en stjórnarandstaðan telur að brögð hafi verið í tafli í kosningunum.

Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni.

Lands­bankinn breytir fram­boði á lánum eftir vaxtadóminn

Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega.

Sýknaður af öllum á­kærum vegna „blóðuga sunnu­dagsins“

Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna.

Sjá meira