Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10.10.2025 14:21
Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10.10.2025 13:36
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10.10.2025 12:19
Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvóti verði að hámarki tæp 44 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2025 til 2026. Ráðgjöfin byggir á mælingum á loðnustofninum sem voru gerðar í síðasta mánuði. Endurmeta á ráðgjöfina eftir áramót. 10.10.2025 11:14
Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. 10.10.2025 10:17
Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3.10.2025 15:14
Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. 3.10.2025 14:10
Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Austurlands ráðleggur íbúum á Stöðvarfirði að sjóða vatn eftir að sýni úr vatnsbóli bentu til þess að mengun hefði borist í það í miklu vatnsveðri síðustu daga. Óhætt er sagt að nota vatn ósoðið til annars en neyslu. 3.10.2025 11:55
Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. 3.10.2025 10:29
Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. 3.10.2025 10:28