Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13.3.2025 13:14
Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Tveir bræður sem ráku trúfélagið Zuism notfærðu sér óvissu um starfsemi félagsins til þess að svíkja sóknargjöld út úr ríkinu samkvæmt dómi Hæstaréttar yfir þeim. Rétturinn hafnaði rökum þeirra um sýknu á grundvelli trúfrelsisákvæði stjórnarskrá. 12.3.2025 15:37
Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Fangelsisdómar tveggja bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi og hinn í eins og hálfs árs fangelsi. 12.3.2025 14:06
Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Meirihluti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar samþykkti að fækka bæjarfulltrúum um tvo á næsta kjörtímabili. Þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði gegn breytingunni. 12.3.2025 12:14
Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára. 12.3.2025 10:24
Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. 12.3.2025 09:03
Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11.3.2025 10:35
Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum. 11.3.2025 09:51
Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. 11.3.2025 09:18
Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10.3.2025 14:01