„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar. 29.8.2025 09:28
Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum. 29.8.2025 06:31
Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma. 28.8.2025 14:48
Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. 28.8.2025 10:54
Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. 27.8.2025 17:17
Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. 27.8.2025 15:04
Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák. 27.8.2025 14:22
Stefna á gervigreindarver við Húsavík Norðurþing hefur undirritað viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. 27.8.2025 10:48
Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26.8.2025 21:03
Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. 26.8.2025 19:08