Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. 26.6.2025 23:34
Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Þingfundi var frestað rétt fyrir átta í kvöld á meðan þingflokksformenn sitja á fundi og ræða þinglok. Fundinum var frestað um hálftíma en hefur ítrekað verið frestað aftur á meðan fundur stendur enn yfir. 26.6.2025 22:53
Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Það var líf og fjör í Laugardalnum í Reykjavík í dag þegar nokkur hundruð börn fóru í skrúðgöngu og fögnuðu Regnbogadeginum. 26.6.2025 21:38
Fínasta grillveður í kortunum Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land. 26.6.2025 20:00
Menntamál í ólestri, orkumálin og fylgissveiflur á þingi Umbóta er þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Staðan í menntamálum er sérstakt áhyggjuefni. Við ræðum við framkvæmdastjóra stofnunarinnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og förum yfir nýja skýrslu um stöðuna hér á landi. 26.6.2025 18:12
„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. 25.6.2025 17:26
Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar. 25.6.2025 16:37
Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í síðustu viku hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 22. júlí. 25.6.2025 13:30
Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman. 25.6.2025 11:00
Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Til stendur að Bretland eignist aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn. Bretar hafa ekki haft yfir slíkri þotu að ráða síðan 1998, þegar dregið var úr hernaðarumsvifum þeirra eftir að Kalda stríðinu lauk. 24.6.2025 23:53