Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Euro­vision að­dá­endur flykkjast enn til Húsa­víkur

Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið.

Fínasta grillveður í kortunum

Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land.

Mennta­mál í ó­lestri, orkumálin og fylgis­sveiflur á þingi

Umbóta er þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Staðan í menntamálum er sérstakt áhyggjuefni. Við ræðum við framkvæmdastjóra stofnunarinnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og förum yfir nýja skýrslu um stöðuna hér á landi.

„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“

Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu.

Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eigna­upp­töku

Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar.

Gæslu­varðhald aftur fram­lengt um fjórar vikur

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í síðustu viku hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 22. júlí.

Rúrik mætti með kærustuna í brúð­kaupið

Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman.

Sjá meira