Kaffi Kjós til sölu Kaffi Kjós við Meðalfellsveg er til sölu. Kaffihúsið hefur verið rekið frá árinu 1998 og eigendur segja samfélagið á svæðinu vona að veitingarekstur haldi þar áfram. 21.1.2025 19:55
155 milljónir til sviðslistaverkefna Sviðslistasjóður styrkir verkefni í sviðslistum um 155 milljónir í ár. Sviðslistaráð úthlutar 98 milljónum til 12 atvinnusviðslistahópa og þeim fylgja 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks. 98 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna, og nemur stuðningur til sviðslista rúmlega 155 milljónum króna. 21.1.2025 18:53
Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár. 21.1.2025 18:34
Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. 19.1.2025 23:54
Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Freyja, varðskip Landhelgisgæslunnar, verður í Seyðisfirði í nótt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og útlit er fyrir áframhaldandi snjókomu og erfið veðurskilyrði á morgun. 19.1.2025 23:25
Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Upprunalegt handrit af textanum í einu frægasta lagi Bob Dylan, Mr. Tambourine man, seldist fyrir 508.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 70 milljónir króna á uppboði í Nashville á laugardaginn. 19.1.2025 20:56
Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Ferðamenn óku inn í snjóflóð sem hafði fallið í Færivallaskriðum á Austfjörðum í dag. Bíllinn festist í flóðinu en ferðamennirnir eru óslasaðir. 19.1.2025 20:02
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19.1.2025 19:02
Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út ásamt öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna manns sem var villtur í nágrenni Grindavíkur. 18.1.2025 23:41
Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Mun færri eru slasaðir en talið var í fyrstu eftir að stólalyfta féll á skíðasvæði á Spáni. Tíu eru slasaðir og þar af eru tvær konur á gjörgæsludeild. 18.1.2025 23:35