Stöðutaka með krónunni minnkaði um nærri fimmtung í sumar Hrein framvirk gjaldeyrisstaða fyrirtækja og fjárfesta var með minnsta móti yfir sumarmánuðina, þegar hún skrapp talsvert saman, og hefur átt sinn þátt í að styðja við sterkt gengi krónunnar að undanförnu. 12.10.2025 14:31
Seðlabankinn á að vera framsýnn og láta aðra sjá um „endurvinnsluna“ Peningastefnunefnd Seðlabankans opnaði fyrir það í vikunni að vextir gætu verið lækkaðir í nóvember, að mati hagfræðings, sem brýnir bankann að vera meira framsýnn og láta „aðra sjá um endurvinnsluna.“ Gangi spár eftir verður október þriðji mánuðurinn í röð þar sem hækkun vísitölu neysluverðs er hverfandi og undirstrikar að árstakturinn er „fortíðarverðbólga.“ 11.10.2025 12:15
Mesta fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum frá því í febrúar Erlendir fjárfestar voru nokkuð umfangsmiklir í kaupum á ríkisskuldabréfum í liðnum mánuði þegar þeir bættu við sig fyrir meira en sex milljarða. Innstreymi erlends fjármagns í íslensk ríkisverðbréf hefur hins vegar dregist mjög saman á árinu. 10.10.2025 16:12
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9.10.2025 15:51
Hlutfall krafna í vanskilum töluvert lægra en fyrir heimsfaraldur Það sem af er árinu hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað talsvert og hafa núna aldrei mælst lægri, samkvæmt gögnum frá Motus, en eftir miklar sveiflur síðustu misseri virðist vera komið á jafnvægi sem er nokkuð lægra en fyrir heimsfaraldur. 8.10.2025 16:51
Blæs byrlega fyrir Nova og meta félagið um þriðjungi hærra en markaðurinn Greinendur hafa hækkað lítillega verðmat sitt á Nova, meðal annars vegna útlits fyrir betri afkomu í ár, og telja að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt á markaði. 8.10.2025 15:56
Ekki „stórar áhyggjur“ af verðbólgunni þótt krónan kunni að gefa aðeins eftir Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu. 8.10.2025 12:32
Mildari tónn frá peningastefnunefnd þótt vöxtum sé enn haldið óbreyttum Meginvextir Seðlabankans haldast óbreyttir annan fundinn í röð, sem var í samræmi við væntingar allra greinenda, en peningastefnunefndin sér núna ástæðu til að undirstrika að viðsnúningur sé að verða í þróun efnahagsumsvifa og spennan að minnka. 8.10.2025 09:23
„Hagstæð verðlagning“ á Alvotech núna þegar fleiri hliðstæður koma á markað Eftir að hafa lækkað um liðlega þriðjung frá áramótum þá er núverandi verðlagning hlutabréfa Alvotech „hagstæð“ fyrir fjárfesta, að mati greinenda svissneska bankans UBS, sem benda á að félagið sé að koma með nýjar hliðstæðum á markað og eigi í vændum umtalsverðar áfangagreiðslur. 7.10.2025 16:56
Búast við fjórðungi meiri gullframleiðslu á árinu og hækka verðmatið á Amaroq Núna þegar Amaroq hefur þegar náð markmiðum sínum um gullframleiðslu á öllu árinu 2025 hafa sumir erlendir greinendur uppfært framleiðsluspár talsvert og um leið hækkað verðmatsgengi sitt á auðlindafyrirtækinu yfir 200 krónur á hlut. Hlutabréfaverð Amaroq hefur rokið upp á síðustu dögum samtímis góðum gangi í rekstrinum og verðhækkunum á gulli á heimsmarkaði. 7.10.2025 15:25