Erlendir sjóðir bæta nokkuð við stöðu sína í stuttum ríkisverðbréfum Viðsnúningur varð í fjárfestingu erlendra sjóða í íslenskum ríkisverðbréfum en eftir að hafa losað nokkuð um stöðu sína í slíkum bréfum í mars bættu þeir við sig fyrir jafnvirði milljarða króna í liðnum mánuði. Hreint fjármagnsinnflæði vegna kaupa á ríkisskuldabréfum nemur um átta milljörðum frá áramótum en á sama tíma hefur vaxtamunur við útlönd heldur farið lækkandi. 10.5.2025 12:17
Umframfé Íslandsbanka verður hátt í 40 milljarðar með nýju bankaregluverki Umtalsvert minni niðurfærsla á lánasafni Íslandsbanka en búist var við þýddi að afkoman á fyrsta fjórðungi, sem er að birtast fáeinum dögum áður en ríkið áformar að selja stóran hluta í bankanum, var umfram væntingar greinenda en þrátt fyrir það er arðsemin nokkuð undir markmiði. Með bættri fjármagnsskipan og innleiðingu á nýju bankaregluverki mun umfram eigið fé Íslandsbanka, að sögn stjórnenda, vera hátt í fjörutíu milljarðar króna. 9.5.2025 11:32
Sérstakt áhyggjuefni „hversu veikburða“ íslenski hlutabréfamarkaðurinn er Með hliðsjón af þjóðhagslegu mikilvægi þess að vera með skilvirkan hlutabréfamarkaði þá er það „sérstakt áhyggjuefni“ hversu veikburða hann er hér á landi, að sögn stjórnanda hjá Kviku, en bankinn fór ekki varhluta af erfiðu árferði á mörkuðum á fyrsta fjórðungi með minni tekjum í markaðsviðskiptum og samdrætti í eignum í stýringu. Forstjóri Kviku, sem skilaði ágætis uppgjöri með arðsemi rétt undir markmiði sínu, viðurkennir að umbreyting Aur í þá átt að bjóða upp á víðtækari bankaþjónustu hafi gengið hægt en bankinn mun á „allra næstu vikum“ hefja innreið sína á húsnæðislánamarkað undir vörumerki Auðar. 8.5.2025 16:28
Alvotech bætir við skráningu í Svíþjóð eftir uppgjör sem var vel yfir væntingum Tekjur og rekstrarhagnaður Alvotech á fyrsta fjórðungi var verulega yfir væntingum greinenda, sem þýddi að hlutabréfaverð félagsins hækkaði um meira en tuttugu prósent í viðskiptum á eftirmarkaði í Bandaríkjunum, og hafa stjórnendur félagsins uppfært nokkuð afkomuspána fyrir árið 2025. Félagið hefur jafnframt boðað skráningu og útboð í Svíþjóð síðar í mánuðinum, sem er aðeins um fjögur hundruð milljónir að stærð og því ekki til að afla nýs hlutafjár, og verður útboðsgengið að hámarki í kringum 1.200 krónur á hlut. 8.5.2025 09:23
Styrking krónu og verðfall hlutabréfa tók eignir sjóðanna niður um 400 milljarða Skörp gengisstyrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, ásamt talsverðum verðlækkunum hlutabréfa bæði hér heima og vestanhafs, þýddi að eignir íslensku lífeyrissjóðanna skruppu saman um nærri fjögur hundruð milljarða á aðeins tveimur mánuðum í febrúar og mars. Hlutabréfaverð um allan heim, einkum í Bandaríkjunum þar sem erlendar eignir sjóðanna eru að stórum hluta, féll enn frekar eftir að Bandaríkjaforseti boðaði tollastríð við umheiminn í upphafi apríl en markaðir hafa rétt nokkuð úr kútnum á allra síðustu vikum. 7.5.2025 17:44
LSR eigi ekki að „sitja hjá“ við ákvarðanir félaga þar sem sjóðurinn er hluthafi Samtímis víðsjárverðum tímum á alþjóðavettvangi með auknum stríðsrekstri og „uppgangi öfga- og sundrungarafla“ hefur orðið bakslag í umræðu um sjálfbærni, að mati stjórnarformanns LSR, sem hann segir varhugaverða þróun og ganga gegn „eðlilegri skynsemi og öllum meginstraumi vísindalegrar þekkingar.“ Formaðurinn undirstrikar jafnframt að stjórn þessa umsvifamesta lífeyrissjóðs landsins ætli sér ekki að „sitja hjá“ þegar kemur að ákvörðunartöku félaga þar sem LSR er meðal stórra hluthafa. 6.5.2025 15:43
AGS telur að stýrivextir gætu lækkað um 250 punkta fram á mitt næsta ár Verði verðbólgan komin niður í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2026, eins og spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir, þá ætti það að mati sjóðsins að skapa svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka meginvexti sína um samtals 250 punkta næsta eina árið eða svo. AGS tekur vel í ákvörðun Seðlabankans að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri, sem er sögð vel tímasett, en brýnir stjórnvöld sem fyrr að kanna kosti þess að dýpka markaðinn fyrir gjaldeyrisafleiður þegar aðstæður leyfa. 6.5.2025 11:46
Mjólkurvinnslan Arna metin á milljarð þegar sjóður Stefnis eignaðist meirihluta Mjólkurvinnslan Arna er verðmetin á nærri einn milljarð króna eftir að framtakssjóður í rekstri Stefnis festi kaup á miklum meirihluta í félaginu undir lok síðasta árs, einkum með því að leggja fyrirtækinu til nýtt hlutafé. Kaupverðið getur hækkað nokkuð nái félagið tilteknum rekstrarmarkmiðum á yfirstandandi ári en fyrir skömmu var nýr framkvæmdastjóri ráðinn til að stýra Örnu í stað stofnandans. 5.5.2025 17:20
Heimilar samruna og forstjórinn stígur til hliðar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu, áður Heimkaup, en félögin höfðu fengið sérstaka heimild til að byrja að framkvæma sameininguna á meðan hún var til rannsóknar hjá eftirlitinu. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa undanfarin þrjú ár, segist af því tilefni hafa ákveðið að meta eigin stöðu og því tilkynnt stjórnarformanni að hann ætli að stíga til hliðar. 5.5.2025 15:18
Eldisfyrirtækið Laxey klárar nærri tuttugu milljarða fjármögnun Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 36 þúsund tonn, hefur lokið við um 35 milljóna evra hlutafjáraukningu ásamt því að gera nýtt langtímasamkomulag við Arion banka um lánsfjármögnun. Félagið stefnir að því að hefja fyrstu slátrun á fiski á haustmánuðum þessa árs sem er í samræmi við upphaflega tímalínu. 5.5.2025 10:15