„Engar teljandi tafir“ orðið í samrunaviðræðum Skaga og Íslandsbanka Þrátt fyrir vendingar innan stjórnar Íslandsbanka, sem er núna undir forystu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar, þá segir forstjóri Skaga að „engar teljandi tafir“ hafi orðið í samrunaviðræðum félaganna að undanförnu og samrunatilkynning til að skila inn á borð Samkeppniseftirlitsins sé langt komin. Sumir hluthafar Íslandsbanka hafa gagnrýnt það sem þeim finnst vera óhagstæð verðlagning á bankanum í fyrirhuguðum viðskiptum og á nýafstöðnum hluthafafundi svaraði bankastjórinn því til að ný stjórn hefði „tæki og tól“ til að endurmeta samninginn. 23.1.2026 11:20
Kaldar vinnumarkaðstölur „tala með“ vaxtalækkun en óvíst hvort það dugi til Þegar litið er á þróun atvinnuleysis miðað við árstíðabundna leitni þá sýnir hún að vinnumarkaðurinn er að kólna hraðar en hefðbundnar atvinnuleysistölur gefa til kynna, að sögn hagfræðinga Arion banka. Þrátt fyrir að öll tölfræði vinnumarkaðarins „tali með“ frekari vaxtalækkunum er ólíklegt að það dugi til þegar peningastefnunefnd kemur saman í febrúar. 22.1.2026 15:11
Stóru sjóðirnir stækka við stöðuna eftir fyrirtækjakaup Símans Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið að bæta enn frekar við eignarhlut sinn í Símanum í þessum mánuði, skömmu eftir umfangsmikil fyrirtækjakaup, en hlutabréfaverð félagsins hefur verið á siglingu að undanförnu. 22.1.2026 10:35
Spyr hvaðan á peningurinn eigi að koma til að greiða hærri auðlindaskatta Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti. 20.1.2026 16:42
Hækkar hagvaxtarspána en varar við hættu á leiðréttingu vegna gervigreindar Hagvöxtur á heimsvísu er talinn haldast nokkuð stöðugur og nema 3,3 prósentum árið 2026, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítillega hærra en áður var talið. Aðalhagfræðingur sjóðsins varar við hættu á leiðréttingu ef miklar fjárfestingar í gervigreind skila sér ekki í meiri arðsemi og framleiðni. 19.1.2026 20:40
Nýskráningum fjölgaði á hlutabréfamarkaði Norðurlandanna í fyrra Á meðan það kom ekkert félag nýtt inn í Kauphöllina hér á landi á liðnu ári þá var samt heilt yfir fjölgun í nýskráningum á markaði í Norðurlöndunum og sem fyrr var sú þróun drifin áfram af góðum gangi í Svíþjóð. 18.1.2026 13:29
Matarverðbólgan stafar núna „aðallega af innlendum þáttum“ Verðbólga í matvælum og drykkjarvörum stafar núna að stórum hluta af innlendum þáttum, sem meðal annars skýrir miklar verðhækkanir á landbúnaðarafurðum, á meðan við erum að sjá innfluttar vörur hækka almennt lítið í verði, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins. 18.1.2026 13:10
Búast við enn betri rekstrarafkomu og hækka verðmatið á Amaroq Amaroq fer inn í nýtt ár í sterkri stöðu eftir að hafa náð markmiðum sínum um gullframleiðslu og birt borniðurstöður í Nanoq-verkefninu sem voru umfram væntingar, að sögn erlendra greinenda, og útlit er fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður var spáð. Af þeim sökum hefur verðmat á félaginu verið hækkað um fjórðung. 15.1.2026 11:55
Sögulega hátt gullverð ýtir upp verðmati á Amaroq um nærri þrjátíu prósent Á meðan gullverð helst sögulega hátt og framleiðslan er að aukast þá ætti sjóðstreymið hjá Amaroq, að sögn greinenda bresks fjárfestingabanka, að batna mjög hratt á næstunni en þeir hafa hækkað verulega verðmat sitt á félaginu og ráðleggja fjárfestum að bæta við sig hlutum. 14.1.2026 16:22
Styrkás stefnir að skráningu um vorið 2027 og er núna metið á 30 milljarða Stjórn Styrkás, leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með árlega veltu upp á liðlega sjötíu milljarða, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og er markmiðið að hún fari fram á öðrum fjórðungi næsta árs. 14.1.2026 13:35