Maður ákærður fyrir stunguárás á ellefu ára stúlku í Lundúnum í gær Ioan Pintaru, 32 ára, hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið ellefu ára gamla stúlku á Leicester-torgi í Lundúnum í gær. Þá er hann einnig ákærður fyrir að gera á sér eggvopn. 13.8.2024 07:43
Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. 13.8.2024 07:02
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13.8.2024 06:28
Vonir bundnar við „heilagan kaleik“ við sykursýki týpu 1 Vísindamenn hafa þróað nýja tegund insúlíns sem bregst við breytingum á blóðsykursmagni líkamans í rauntíma. Vonir eru bundar við að einstaklingar með sykursýki muni í framtíðinni aðeins þurfa að taka insúlín einu sinni í viku. 12.8.2024 08:37
Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. 12.8.2024 07:35
USS Abraham Lincoln skipað að flýta för sinni til Mið-Austurlanda Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað flugmóðurskipinu USS Abraham Lincoln, sem ber meðal annars F-35 herþotur, að hraða för sinni til Mið-Austurlanda vegna áhyggja af árás Íran á Ísrael. 12.8.2024 06:58
Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12.8.2024 06:23
Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku. 9.8.2024 07:49
Emhoff viðurkennir að hafa haldið framhjá fyrstu eiginkonu sinni Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna og forsetaefnis Demókrataflokksins, játar í yfirlýsingu til CNN að hafa haldið framhjá fyrstu eiginkonu sinni. 9.8.2024 07:15
Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8.8.2024 09:04