Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27.1.2023 07:21
Íslendingur búsettur í 100 ríkjum heims Þann 1. desember 2022 voru 48.951 Íslendingur með skráð lögheimili erlendis, þar af 11.590 í Danmörku. Næst flestir voru skráðir í Noregi, 9.278, og 8.933 í Svíþjóð. Alls eru 62,1 prósent hópsins með skráð lögheimili á Norðurlöndunum. 27.1.2023 06:59
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26.1.2023 11:25
Hvetja 60 ára og eldri til að „láta hendur standa fram úr ermum“ „Við erum bara að reyna að halda fólki vakandi,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um auglýsingar sem meðal annars má finna á Vísi. 26.1.2023 10:25
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26.1.2023 08:10
Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26.1.2023 07:06
Nokkrir liggja undir grun vegna þjófnaðar úr verslun í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær þar sem tilkynnt var um vinnuslys í Hafnarfirði en þar hafi frosin jarðvegur hrunið ofan í holu, ofan á fót starfsmanns verktakafyrirtækis. 26.1.2023 06:23
Tamoxifen Mylan ófáanlegt að minnsta kosti fram á mitt ár Krabbameinslyfið Tamoxifen Mylan 20 mg. hefur verið ófáanlegt á landinu síðan 25. apríl í fyrra. Lyfið er meðal annars notað við brjóstakrabbameini og til draga úr líkum á endurkomu þess en það er ekki væntanlegt aftur til landsins fyrr en mögulega um mitt ár. 25.1.2023 12:22
66 umsækjendur af 178 sem sögðust börn metnir fullorðnir Frá árinu 2014 hafa 178 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem fylgdarlaus börn. Eftir gagnaöflun og aldursgreiningu voru 78 metnir sem börn en 66 sem fullorðnir. 25.1.2023 11:57
Hyggjast draga úr losun metangass úr maga jórturdýra Milljarðamæringarnir Bill Gates, Jeff Bezos og Jack Ma, stofnandi Alibaba, hafa fjárfest í nýsköpunarfyrirtæki í Ástralíu, sem hefur það að markmiði að stórdraga úr losun metans sem rekja má til kúaropa. 25.1.2023 08:35