Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. 17.2.2025 10:23
Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Muhsin Hendricks, sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku á laugardag. 17.2.2025 07:43
Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17.2.2025 06:51
„Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi eða nótt um líkamsárásir í miðborginni en engar frekari upplýsingar er að finna um málin í yfirliti lögreglu yfir verkefni á vaktinni. 17.2.2025 06:16
Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Stjórnvöld í Japan hafa opnað neyðarbirgðir sínar og hyggst flæða 210.000 tonnum af hrísgrjónum inn á markaðinn í fordæmalausri tilraun til að knýja fram verðlækkun. 14.2.2025 12:14
Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Svo virðist sem legnám hafi verið framkvæmt á 44 konum að óþörfu á Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsölum. Stjórnendur greindu frá 33 óþarfa aðgerðum í fyrra en rannsókn hefur leitt í ljós ellefu til viðbótar. 14.2.2025 07:10
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14.2.2025 06:38
Úlpu stolið af ungmenni og rusl losað við þjóðveginn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem unglingar tóku úlpu af ungmenni en tilkynnt var um atvikið í gærkvöldi eða nótt. Þá var einn handtekinn í tengslum við líkamsárás í borginni. 14.2.2025 06:15
Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Borgaryfirvöld vilja engu svara um stöðu mála varðandi vöruhúsið við Álfabakka 2, „græna gímaldið“ svokallaða, nema að málið sé í vinnslu. 13.2.2025 12:42
Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. 13.2.2025 11:06