Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1.7.2025 06:50
Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. 1.7.2025 06:24
Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. 30.6.2025 11:29
Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi „Það er góð spurning. Það eru auðvitað núna komin sex ár síðan Jón hvarf og nú er írska lögreglan að koma til Íslands í fyrsta skipti,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í Bítinu í morgun, spurður að því hvers vegna yfirheyrslur væru nú að fara fram á Íslandi. 30.6.2025 10:13
Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta New York fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu en Zohran Mamdani, borgarstjóraefni Demókrataflokksins, hegðar sér ekki eins og forsetanum þóknast. 30.6.2025 08:11
Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Reykjavíkurborg fékk frest til 18. júlí til að svara fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis um fundargerðir en upprunalegi fresturinn rann út 26. júní síðastliðinn. 30.6.2025 07:11
Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar. 30.6.2025 06:42
Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Ríflega 80 prósent foreldra og forráðamanna grunnskólabarna segjast ánægð með gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Aðeins 7 prósent segjast nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart verkefninu. 27.6.2025 12:47
Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd. 27.6.2025 11:48
Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,90 prósent frá maí 2025. 27.6.2025 10:13