Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Yfirvöld í Ástralíu hafa lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis gegn klamydíu sem vísindamenn vonast til að geti bjargað kóalabjörnum frá útrýmingu. 10.9.2025 07:37
Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Umboðsmanni Alþingis bárust 530 kvartanir árið 2024, sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Alls voru 566 mál afgreidd. Þrettán mál voru tekin til skoðunar a eigin frumkvæði umboðsmanns og sautján slíkum málum lokið. 10.9.2025 06:57
Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til. 10.9.2025 06:38
Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í gærkvöldi eða nótt vegna brots á vopnalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. 10.9.2025 06:20
Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. 9.9.2025 08:21
Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. 9.9.2025 07:25
Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Ísraelsher hefur fyrirskipað íbúum Gasa-borgar að yfirgefa borgina, vegna aukins þunga í loftárásum. Þá hefur forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu ráðlagt fólki að hafa sig á brott, þar sem innrás sé yfirvofandi. 9.9.2025 06:44
Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hótanir í Hafnarfirði í gær, þar sem reyksprengju var kastað inn á pall. Einn er grunaður í málinu. 9.9.2025 06:22
Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Búist er við því að mótmælendur muni fylkja liði fyrir utan Defence and Security Equipment International vörusýninguna sem hefst í Lundúnum á morgun. 8.9.2025 07:37
Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við ABC í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði fengið nákvæmlega það sem hann vildi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð honum til fundar í Alaska fyrir nokkrum vikum. 8.9.2025 07:01