Tilkynnt um mann að elta börn í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynning barst um að maður hefði verið að elta börn í Hafnarfirði. Fannst hann ekki þrátt fyrir leit. 29.10.2024 06:31
Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, sagði í gær að það bæri hvorki að gera meira né minna úr árásum Ísrael á föstudag en ástæða væri til. Orð hans þykja benda til þess að alvarleg stigmögnun sé ekki yfirvofandi eins og stendur. 28.10.2024 08:08
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28.10.2024 07:15
Einn fluttur á bráðamóttöku eftir slagsmál Einn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar eftir slagsmál í póstnúmerinu 111 í gærkvöldi eða nótt. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í 109 en engin slys urðu á fólki. 28.10.2024 06:21
Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25.10.2024 07:52
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. 25.10.2024 06:53
Gerði tilraun til innbrots með leikfangasverð úr plasti Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um einstakling sem var að reyna að brjótast inn í húsnæði og með eggvopn á sér. Viðkomandi var handtekinn áður en hann komst inn en í bakpoka hans fannst leikfangasverð úr plasti. 25.10.2024 06:16
„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24.10.2024 10:12
Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. 24.10.2024 07:50
Starfsmenn Boeing hafna 35 prósent launahækkun Starfsmenn Boeing, sem nú hafa verið í verkfalli í rúman mánuð, hafa hafnað nýjasta tilboði flugvélaframleiðandans sem hljóðaði upp á 35 prósent launahækkun á fjórum árum. 24.10.2024 07:04