Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 20:01 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri brunavarna hjá Húnæðis- og mannvirkjastofnun og Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/Ívar Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess. Eftir hinn hörmulega bruna á Bræðaborgarstíg árið 2020 þar sem þrír íbúar af tugum skráðra til búsetu þar létust réðust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Alþýðusambandið í að kortleggja hversu margir búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hvernig brunavörnum væri háttað. Hópur fólks sem talar að minnsta kosti sjö tungumál var fenginn til að kanna stöðuna í öllu skráðu atvinnuhúsnæði á svæðinu og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. Á miðjum blaðamannafundi um íbúa í atvinnuhúsnæði sem fram fór í slökkvistöðinni í Skógarhlíð með slökkviliðsbíl í bakgrunni kom útkall hjá slökkviliðinu. Þannig varð að gera stutt hlé á fundinum. Útkallið reyndist sem betur fer ekki alvarlegt og voru slökkviliðsmenn komnir til baka áður en blaðamannafundinum lauk. Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að í dag búi nærri helmingi færri íatvinnuhúsnæði en þegar staðan var könnuð árið 2017. „Það eru 1.868 einstaklingar búsettir íatvinnuhúsnæði. Að við skyldum ná samtali við um helming þeirra gefur okkur í raun góða mynd af þeirra stöðu. Við erum bæði aðkortleggja ástand brunavarna og félagslegar aðstæður íbúanna. Núna erum við að fá ákveðna innsýn í félagslegar aðstæður íbúa í atvinnuhúsnæði,“ segir Regína. Um 24 prósent íbúanna væru Íslendingar en aðrir erlent launafólk. Þar af um 33 prósent Pólverjar og tólf prósent Litháar. Íslendingarnir byggju flestir í eigin atvinnuhúsnæði en útlendingarnir væru leigjendur. „Það er í raun og veru ekki hægt að draga upp einhlíta mynd af búsetu íatvinnuhúsnæði. Þær eru mjög breytilegar. Það getur bæði verið þannig að húsnæðið er í góðu standi en brunavarnir er í ólagi. Svogetur húsnæðið ekki litið sérlega vel út en brunavarnir verið í lagi,“ segir Regína. Í skýrslunni er því velt upp að fólk geti skráð sig til búsetu í atvinnuhúsnæði. Dagur B. Eggertsson formaður stjórnar slökkviliðsins segir aðalatriðið að gæta að öryggi fólks. „Frá sjónarhóli slökkviliðsins er algert lykilatriði að öll búseta sé skráð. Við þurfum að getað vitað ef kviknar í einhvers staðar hvort þurfi að fara inn og bjarga fólki,“ segir Dagur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir ekki koma á óvart að meirihluti íbúanna sé láglaunafólk. Byggja þurfi meira fyrir láglaunafólk. „Ef öryggiskröfum er fullnægt í þessu ástandi sem við erum í núna er allt í lagi að veita tímabundna skráningu í atvinnuhúsnæði. Bara til þess að fólk sé öruggt einhvers staðar. Geti fengið póstinn sinn húsaleigubætur og svo framvegis,“ segir Drífa. Húsnæðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. 27. október 2021 21:00 Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. júní 2021 12:08 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Eftir hinn hörmulega bruna á Bræðaborgarstíg árið 2020 þar sem þrír íbúar af tugum skráðra til búsetu þar létust réðust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Alþýðusambandið í að kortleggja hversu margir búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hvernig brunavörnum væri háttað. Hópur fólks sem talar að minnsta kosti sjö tungumál var fenginn til að kanna stöðuna í öllu skráðu atvinnuhúsnæði á svæðinu og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. Á miðjum blaðamannafundi um íbúa í atvinnuhúsnæði sem fram fór í slökkvistöðinni í Skógarhlíð með slökkviliðsbíl í bakgrunni kom útkall hjá slökkviliðinu. Þannig varð að gera stutt hlé á fundinum. Útkallið reyndist sem betur fer ekki alvarlegt og voru slökkviliðsmenn komnir til baka áður en blaðamannafundinum lauk. Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að í dag búi nærri helmingi færri íatvinnuhúsnæði en þegar staðan var könnuð árið 2017. „Það eru 1.868 einstaklingar búsettir íatvinnuhúsnæði. Að við skyldum ná samtali við um helming þeirra gefur okkur í raun góða mynd af þeirra stöðu. Við erum bæði aðkortleggja ástand brunavarna og félagslegar aðstæður íbúanna. Núna erum við að fá ákveðna innsýn í félagslegar aðstæður íbúa í atvinnuhúsnæði,“ segir Regína. Um 24 prósent íbúanna væru Íslendingar en aðrir erlent launafólk. Þar af um 33 prósent Pólverjar og tólf prósent Litháar. Íslendingarnir byggju flestir í eigin atvinnuhúsnæði en útlendingarnir væru leigjendur. „Það er í raun og veru ekki hægt að draga upp einhlíta mynd af búsetu íatvinnuhúsnæði. Þær eru mjög breytilegar. Það getur bæði verið þannig að húsnæðið er í góðu standi en brunavarnir er í ólagi. Svogetur húsnæðið ekki litið sérlega vel út en brunavarnir verið í lagi,“ segir Regína. Í skýrslunni er því velt upp að fólk geti skráð sig til búsetu í atvinnuhúsnæði. Dagur B. Eggertsson formaður stjórnar slökkviliðsins segir aðalatriðið að gæta að öryggi fólks. „Frá sjónarhóli slökkviliðsins er algert lykilatriði að öll búseta sé skráð. Við þurfum að getað vitað ef kviknar í einhvers staðar hvort þurfi að fara inn og bjarga fólki,“ segir Dagur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir ekki koma á óvart að meirihluti íbúanna sé láglaunafólk. Byggja þurfi meira fyrir láglaunafólk. „Ef öryggiskröfum er fullnægt í þessu ástandi sem við erum í núna er allt í lagi að veita tímabundna skráningu í atvinnuhúsnæði. Bara til þess að fólk sé öruggt einhvers staðar. Geti fengið póstinn sinn húsaleigubætur og svo framvegis,“ segir Drífa.
Húsnæðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. 27. október 2021 21:00 Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. júní 2021 12:08 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. 27. október 2021 21:00
Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. júní 2021 12:08
Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01