Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans.

Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag

Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag.

Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála

Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi.

Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar

Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði.

Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga

Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning.

Uppbygging efst á dagskrá í Hafnarfirði

Áhersla verður lögð á uppbyggingu í miðbænum og á hafnarsvæðinu á komandi kjörtímabili samkvæmt málefnasamning Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks sem skrifað var undir í Hellisgerði í dag.

Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk

Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins.

Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík

Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts.

Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni.

Sjá meira