Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla

Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag.

Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku.

Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár.

Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar

Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á.

Vesturlönd eiga ekki að hafa áhyggjur af líðan Putins

Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands fer í engar grafgötur með að Vesturlönd eigi að bregðast af hörku við innrás Rússa í Úkraínu og varast undirróður hans sem miði að því að afvegaleiða Vesturlönd til málamiðlana.

Minna talað á Alþingi í kvöld en oft áður

Breytt fyrirkomulag verður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld með það að markmiði að stytta umræðurnar. Forseti Alþingis segir til greina koma að breyta einnig fyrirkomulagi á umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Sjá meira