Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Framsókn fer enn með himinskautum

Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju.

Létt yfir Lækjargötu eftir niðurrif

Það hefur létt mikið yfir Lækjargötunni eftir að svört grindverk og hindranir voru fjarlægðar. Gatan á hins vegar eftir að taka enn meiri stakkaskiptum á komandi árum þegar fyrsta áfanga borgarlínu verður lokið.

Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á hús­næðis­markaðnum

Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum.

Heimili og fyrirtæki standi vel þrátt fyrir allt

Forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum hafi styrkt heimilin og fyrirtækin landinu. Í þeirri óvissu sem nú ríkti í efnahagsmálum heimsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stæðu heimilin og fyrirtækin í landinu þrátt fyrir allt vel.

Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið

Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður.

„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“

Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi.

Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi

Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka.

Sjá meira