Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, sem segir markmið laganna að vernda börn og ungmenni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina.

Vill nefna rostunginn Lalla

Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann NPA miðstöðvarinnar, sem segir fjölmarga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað sleitulaust hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga ganga innan skamms til fundar ríkissáttasemjara. Ef samningar nást ekki í dag skella allsherjarverkföll á á morgun Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig undir verkföll.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í Karphúsinu um klukkan sex í gærkvöldi án árangurs, þrátt fyrir sleitulausan fund í allan gærdag. Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf komi til allsherjarverkfalls sem hefur verið boðað eftir helgi.

Vill strangara eftir­lit með úkraínsku kjöti vegna sýkla­lyfja­ó­næmra baktería

Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.

Sjá meira