Fleiri kosið utan kjörfundar í Reykjavík en fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 Fleiri hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík nú en fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018, þótt tíminn til að kjósa utan kjörfundar sé mun styttri nú en þá. 3.5.2022 19:01
„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“ Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið. 3.5.2022 18:38
Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu. 3.5.2022 18:16
Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. 3.5.2022 17:53
Sektaður um 125 milljónir fyrir skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. 2.5.2022 21:33
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2.5.2022 20:26
Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. 2.5.2022 19:47
Sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. 2.5.2022 17:57
Vilja virkja borgarana og tryggja gjaldfrjálsa þjónustu Sósíalistaflokkur Íslands kynnti í dag stefnumál sín í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Lögð er áhersla á að tryggja aðkomu íbúanna að ákvarðanatökku, tryggja gjaldfrjálsa grunnþjónustu og að útrýma biðliestum eftir húsnæði. 2.5.2022 17:17
Þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. 2.5.2022 13:31