Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gler­augna

Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu.

Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum.

„Hvað hefur á­kæru­valdið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Slitnað hefur upp úr kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Verkföll hefjast því aftur á miðnætti í kvöld. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forstjóra Skeljungs í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði telur að samningar Samtaka atvinnulífsins við Eflingu og Matvís henti ekki sínum félagsmönnum. Hann vill að samtökin fái sæti við kjarasamningsborðið og skoðar að leita til ríkissáttasemjara. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Við ræðum við systurina í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart. Allir þrír stóru viðskiptabankarnir tilkynntu í gær vaxtahækkanir í samræmi við nýlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Formaður samtakanna kallar eftir aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.

Sjá meira