Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19.7.2022 21:49
Grunaður um að hafa reynt að smygla verki eftir Picasso til Ibiza Farþegi sem kom til flugi frá Sviss til Ibiza snemma í júlí er sagður hafa reynt að smygla teikningu eftir heimsfræga listamanninn Picasso með sér inn í landið. Teikningin er metin á meira en 460 þúsund Bandaríkjadali. 19.7.2022 20:26
Foreldrar stúlkna varaðir við því að senda þær á viðburði ReyCup Foreldrum þrettán og fjórtán ára gamalla stúlkna í fjórða flokki í Breiðablik hefur verið sent bréf frá þjálfurum liðsins. Í bréfinu eru foreldrar hvattir til þess að halda börnum sínum frá því að fara á ball og í sundlaugarpartý í tengslum við ReyCup. 19.7.2022 19:05
Vandræði á EM sigraði smásagnakeppnina Lestrarátakinu „Tími til að lesa“ lauk í kvöld og var það hin ellefu ára Edda Björg Einarsdóttir sem sigraði keppnina með sögunni „Vandræði á EM.“ 19.7.2022 18:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum höldum við áfram að greina frá afleiðingum mikillar hitabylgju sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarnar vikur. Hitamet var slegið í Bretlandi í dag þar sem hitinn fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 40 gráður. Gróður eldar læstu sig í íbúðarhús í úthverfi Lundúna. 19.7.2022 18:01
Hætta neysludagsmerkingu á grænmeti og ávöxtum Breska verslunarkeðjan Marks og Spencer ætla sér að hætta að nota merkingar um síðasta neysludag á miklum fjölda grænmetis og ávaxta í verslunum. 18.7.2022 13:03
Skemmdir unnar á sameign á stúdentagörðum Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi. 18.7.2022 11:32
Ardian ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu Í tilkynningu Símans til kauphallarinnar í gær kemur fram að Ardian France SA sé ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin á Mílu ehf. 18.7.2022 07:13
Reyndi að snúa við áður en hann var stöðvaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rúmlega 100 ökutæki við umferðarpóst við Heiðmörk í kringum miðnætti í nótt. Réttindi ökumanna og ástand ökutækja voru athuguð en einn ökumaður reyndi að sögn lögreglu að snúa við áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum. 18.7.2022 06:33
Ný mannréttindaskýrsla Meta ófullnægjandi hvað Indland varðar Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi. 15.7.2022 15:28