Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi

Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum höldum við áfram að greina frá afleiðingum mikillar hitabylgju sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarnar vikur. Hitamet var slegið í Bretlandi í dag þar sem hitinn fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 40 gráður. Gróður eldar læstu sig í íbúðarhús í úthverfi Lundúna.

Skemmdir unnar á sam­eign á stúdenta­görðum

Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi.

Reyndi að snúa við áður en hann var stöðvaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rúmlega 100 ökutæki við umferðarpóst við Heiðmörk í kringum miðnætti í nótt. Réttindi ökumanna og ástand ökutækja voru athuguð en einn ökumaður reyndi að sögn lögreglu að snúa við áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.

Ný mann­réttinda­skýrsla Meta ó­full­nægjandi hvað Ind­land varðar

Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi.

Sjá meira