Stjörnu-Sævar leysir ráðgátuna Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu. 15.7.2022 12:13
Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15.7.2022 10:32
Ólga á Ítalíu Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því. 15.7.2022 08:38
Rafmyntaverkvangurinn Celsius lýsir yfir gjaldþroti Rafmyntaverkvangurinn Celsius tilkynni gjaldþrot í gær en í seinasta mánuði lokaði verkvangurinn fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda starfsemi sína. 14.7.2022 13:54
AirTag seldist upp vegna umfjöllunar Áslaugar Örnu AirTag staðsetningartæki frá Apple seldust upp hér á landi í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, sagði frá því að hún hefði verið með slíkt tæki í tösku sem týndist. 14.7.2022 10:54
Hulið verk Van Gogh fannst í Skotlandi Hulið verk eftir listamanninn Vincent Van Gogh fannst við röntgenskoðun á öðrum verkum á safni í Skotlandi. 14.7.2022 08:49
Veðrið gæti orðið ferðafólki til vandræða Útlit er fyrir vestlæga átt vestantil en hæga norðlæga átt austantil á landinu í dag. Síst er útlit fyrir skúri á Suðurlandi en þó víða annarsstaðar. Hámarkshiti gæti náð 18 stigum suðaustan til og milt veður er á öllu landinu. Þegar kvölda tekur nálgast lægð úr suðvestri og hvessir sunnan og vestan til í fyrramálið. 14.7.2022 07:34
Frönsk yfirvöld staðfesta tengsl ristilkrabbameins og nítrata í unnum kjötvörum Frönsk yfirvöld hafa staðfest skaðsemi nítrata í unnum kjötvörum og tengsl þeirra við ristilkrabbamein. Matvælaöryggisyfirvöld í Frakklandi (ANSES) hafa hvatt til þess að neysla nítrata verði takmörkuð en nítrötin lengja líftíma ýmissa matvæla. 13.7.2022 12:24
Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13.7.2022 10:48
Lögreglu bárust tólf beiðnir um leit að börnum og ungmennum Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní fjölgaði tilkynningum um þjófnað mikið á milli mánaða, eins fjölgaði tilkynningum um innbrot. 13.7.2022 10:09