Kennir háskólaáfanga út frá þróun tónlistarferils Harry Styles Brátt mun háskóli í Texas ríki í Bandaríkjunum bjóða upp á sagnfræðiáfanga sem einblínir á söngvarann Harry Styles. Kennarinn segir áfangann vera þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefst hann á vorönn 2023. 24.7.2022 15:18
Maðurinn sem féll í Brúará er látinn Björgunarsveitinni barst tilkynning fyrir um hálftíma síðan vegna manns sem hafði fallið í Brúará við Brekkuskóg. Björgunarsveitir eru á leiðinni á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þyrla komin á vettvang. 24.7.2022 14:54
Skjálftar af stærðinni 4,4 og 4,9 mældust við Bárðabungu Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist í norðanverðri öskju Bárðabungu klukkan 13:32 í dag. Tæplega hálftíma síðar mældist annar skjálfti á svipuðum slóðum sem var 4,9 af stærð. 24.7.2022 14:34
Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24.7.2022 11:01
Sprengisandur í beinni útsendingu Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 24.7.2022 09:30
Druslugangan haldin í tíunda sinn Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. 23.7.2022 16:52
Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23.7.2022 16:13
Dæma snyrtivörufyrirtæki Hailey Bieber í vil Dómstólar í Bandaríkjunum hafa dæmt Hailey Bieber í vil en hún getur nú haldið áfram rekstri á húðvörumerki sínu „Rhode“ án vandkvæða. 23.7.2022 14:57
H.E.R. mun leika Fríðu Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“ 23.7.2022 13:04
Ágætis ferðaveður um helgina Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ágætis ferðaveður vera um helgina, hægur vindur verði á landinu en skin og skúrir einkenni helgina. Leifar hitabylgjunnar sem hefur geisað í Evrópu skili sér ekki hingað, að minnsta kosti ekki næstu vikuna. 23.7.2022 11:28