Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

Samdráttur vegna erlendra færsluhirða

Mælanleg erlend kortavelta hefur dregist saman ef litið er til annarra ferðaþjónustufyrirtækja en bílaleiga, hótela og veitingastaða. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar en kortavelta hefur verið ein helsta leiðin til þess að leggja mat á gengi ferðaþjónustunnar.

Guð­ríður Haralds­dóttir kveður Birtíng

Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður og prófarkalesari lauk sínum síðasta vinnudegi hjá Birtíngi í dag, hún segist kveðja með trega og þakklæti eftir tuttugu og tvö ár hjá fyrirtækinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verslunarmannahelgin er skollin á, sú fyrsta frá því kórónuveirufaraldrinum lauk. Tugir þúsunda Íslendinga eru á ferðinni um landið ásamt öðrum eins fjölda ferðamanna. Við tökum stöðuna á ýmsum mannfagnaði hér og þar og spáum í helgarveðrið.

Að­staða skipa í Reyk­hóla­hreppi muni batna

Vegagerðin gekk frá bráðabirgðaviðgerð á bryggju hafnarinnar í Reykhólahreppi klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags. Fjórðungur bryggjunnar, sem var yfir 50 ára gömul, hrundi í sjóinn aðfaranótt miðvikudags.

Sprite kveður grænu flöskuna

Frá og með fyrsta ágúst verður gosdrykkurinn Sprite aðeins fáanlegur í glærum flöskum í stað þeirra grænu, þessi breyting er gerð til þess að gera flöskurnar endurvinnanlegri. 

Sá látni líklega ferðamaðurinn sem var leitað

Skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld fann áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar látna manneskju og telur lögreglan að líkur séu á því að um ferðamanninn sem leitað var að fyrr í dag sé að ræða.

Fundu spor fyrr í dag en erfitt sé að greina þau

Spor fundust í Flateyjardal þar sem björgunarsveitir leita að þýskum ferðamanni, ekki er víst hvort sporin tilheyri manninum sem um ræðir. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir 100 manns vera að störfum við leitina.

Í­búar fari í kaldar sturtur til þess að spara gas

Stjórnvöld í þýsku borginni Hannover hafa skrúfað fyrir heitt vatn í byggingum sem opnar eru almenningi til þess að spara gas en Þjóðverjar hafa kvartað yfir skertu flæði á gasi frá Rússlandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja sem skiluðu sameiginlegum afgangi upp á 32 milljarða á fyrra helmingi ársins. Formaður VR segir galið að kallað sé á hófsemi launafólks á sama tíma, sem að auki hafi orðið fyrir kaupmáttarskerðingu vegna mikillar verðbólgu og hækkunar á afborgunum húsnæðislána.

Sjá meira