Hafnarverkamenn íhuga að segja sig úr Eflingu Hafnarverkamenn funduðu fyrr í dag á Þjóðminjasafninu og ræddu mögulega úrsögn sína úr stéttarfélagi Eflingar. Hópurinn er sagður ósáttur við samskipti sín við stjórnarmeðlimi stéttarfélagsins og hvernig staðið hafi verið að því að skipa fulltrúa á þing ASÍ. 29.10.2022 18:33
Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29.10.2022 16:52
Ólöglegar minkagildrur vekja óhug hjá kattaeigendum Borið hefur á því að ólöglegar minkagildrur séu settar við smábátahöfnina í Reykjavík. Gildrurnar geta reynst hættulegar og segja íbúar á svæðinu heimilisketti hafa komist í gildrurnar og drepist í kjölfarið. 28.10.2022 14:22
Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27.10.2022 12:38
„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26.10.2022 12:07
Rottur þjálfaðar til þess að bjarga fólki eftir jarðskjálfta Verið er að þjálfa rottur til þess að finna fólk sem festist í rústum eftir jarðskjálfta. Rotturnar eru þá látnar bera lítinn bakpoka sem dugi meðal annars sem einskonar staðsetningartæki. 25.10.2022 18:01
Höfnuðu áfrýjunarbeiðni Griner sem hlaut níu ára fangelsisdóm Rússneskir dómstólar hafa hafnað áfrýjunarbeiðni körfuboltakonunnar Brittney Griner. Griner hlaut níu ára fangelsisdóm þar í landi fyrir vörslu eiturlyfja. 25.10.2022 13:41
Miðnætursöngvar Taylor Swift opinbera þráhugsanir og drauma Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við. 21.10.2022 16:29
Attenborough hvetur til aðgerða til þess að bjarga megi dýralífi jarðar Tilfinningaþrungið myndbrot úr þáttunum „Frozen Planet“ með David Attenborough hvetur fólk til þess að huga að áhrifum eigin tilveru á hlýnun jarðar og grípa í taumana áður en það verði of seint. 21.10.2022 12:48
Veggur Alþingisgarðsins hvergi sjáanlegur á forhönnun borgarinnar Myndir af nýrri forhönnun af göngugötuskipulagi við Kirkjustræti og Templarasund í miðbæ Reykjavíkur voru birtar á miðvikudag. Útlit breytinganna er sagt gera tilraun til þess að tengja saman hið gamla og nýja. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir vegg Alþingisgarðsins á myndunum, það stangast á við orð skrifstofustjóra Alþingis en hún segir til umræðu að friða garðinn. 21.10.2022 12:06