„Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Það var ekki laust við að jólaandinn næði alla leið suður fyrr í kvöld þegar fréttamaður okkar, Tryggvi Páll Tryggvason náði tali af Benedikt Inga Grétarssyni, yfirjólasveini Jólagarðsins norður í landi. 8.12.2022 21:40
Sjálfkrafa fyrning orlofs ólögmæt samkvæmt Evrópudómstól Evrópudómstóllinn hefur skorið úr um lögmæti sjálfkrafa fyrningar á áunnu orlofi. Niðurstaða dómstólsins var sú að fyrrnefnd fyrning sé ólögmæt og staðfestir það kröfur Alþýðusambandsins vegna innlendra samningsákvæða sem ríma ekki við þetta. 8.12.2022 20:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Engar skýringar hafa borist frá framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags um ástæðu mikillar hækkunar á leiguverði. Þingmaður Flokks fólksins kallar eftir neyðarlögum og fjármálaráðherra segir hækkanir leigufélagsins óforsvaranlegar. 8.12.2022 18:00
Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. 7.12.2022 23:58
Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7.12.2022 23:52
Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. 7.12.2022 21:27
Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld. 7.12.2022 20:03
Starfsmanninum sem ber ábyrgð á kynlífsmyndbandinu sagt upp Í ljós hefur komið að starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á kynlífsmyndbandi sem tekið var upp í sjúkrabifreið og fór í dreifingu. Starfsmanninum hefur verið sagt upp. 7.12.2022 19:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu í dag þar sem samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR reyna að landa kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og fylgjumst með stöðu mála. 7.12.2022 18:00
Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. 6.12.2022 23:18
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent