Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Séreignarsparnaður, netöryggi og leið­sögn um Al­þingi

Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem boði ekki á gott.

Börn sem flytja vopn til landsins og fjöllistamenn

Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandafríum. Við skoðum sýnishorn af þeim vopnum sem tollurinn hefur haldlagt.

Þrettán ára börn ó­sjálf­bjarga vegna drykkju á Menningar­nótt

Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. 

Neyðarkassinn eigi að skapa ró

Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 

Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landa­mærunum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt.

Leggur til tak­markanir á að­gengi að nikótínpúðum

Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp á haustmánuðum sem ætlað er að takmarka aðgengi að nikótínvörum á borð við nikótínpúða. Hann fagnar umræðu um skaðsemi púðanna og segir þjóðarátak nauðsynlegt. 

Fólk fast í ís­helli og stunguárás

Nokkrir eru slasaðir eftir að íshellir í Breiðamerkurjökli hrundi síðdegis í dag. Fjölmennt viðbragð er á svæðinu og fólk fast inni í hellinum. Við ræðum við yfirlögregluþjón sem stýrir aðgerðum í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Stunguárásir í mið­borginni og síðasta predikun biskups

Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina.

Sjá meira