Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum. 23.11.2024 22:21
Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið lokaðar frá brunanum í Kringlunni í sumar var opnaður á ný í dag. Elísabet Inga kíkti í opnunarpartý í Kringlunni í kvöld og ræddi við Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar. 21.11.2024 21:32
Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Við ræðum við formann Kennarasambandsins í beinni útsendingu í myndveri. 17.11.2024 18:12
Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Framkvæmdastjóri eggjabús á Suðurnesjum segir bruna sem kom upp í búinu í nótt mikið áfall. Um fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust. Umfang tjónsins liggur ekki fyrir. 17.11.2024 11:42
Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. 16.11.2024 18:48
Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. 16.11.2024 18:01
Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. 16.11.2024 12:01
Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. 16.11.2024 11:41
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15.11.2024 20:00
„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12.11.2024 19:46
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent