Valdníðsla og hneyksli Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. 25.10.2024 19:08
Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24.10.2024 21:01
Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24.10.2024 20:01
Samkeppni á íslenskum frjósemismarkaði í fyrsta sinn Ný frjósemisstofa hefur hafið starfsemi hér á landi og er í fyrsta sinn samkeppni á þessum markaði. Stofan mun bjóða upp á greiningu á genagöllum í fósturvísum sem geta leitt til alvarlegra sjúkdóma. 19.10.2024 22:56
Fleiri þvottavélar en pólitíkusar á skjánum vikuna fyrir kosningar Það er morgunljóst að fleiri þvottavélar á afslætti verða á skjám landsmanna vikuna fyrir kosningar en frambjóðendur. Þetta segir hugmyndasmiður á auglýsingastofu sem segir öll bestu auglýsingaplássin löngu uppbókuð. 18.10.2024 21:20
„Nauðsynlegt að bregðast við“ en aðgerðum fækkar Fjármagn streymir úr landi í tengslum við efnaskiptaaðgerðir. Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld segja nauðsynlegt að takast á við offituvandann eru slíkar aðgerðir á íslenskri einkastofu ekki niðurgreiddar. 17.10.2024 23:00
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17.10.2024 16:23
Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11.10.2024 22:04
Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9.10.2024 22:03
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9.10.2024 07:02