Íhugar formannsframboð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 21:09 Sjálfstæðisfélög hafa skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram til embættis formanns. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar. Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Sjá meira
Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Sjá meira
Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48
Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09