Ekki útlit fyrir sólbjartan þjóðhátíðardag Í dag er spáð suðlægri átt, fimm til tíu metrum á sekúndu og má gera ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Þurrt að kalla norðvestantil framan af degi en þar einnig stöku skúrir seinnipartinn. 14.6.2022 08:26
PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. 14.6.2022 07:44
Skálar við meinta kynferðisafbrotamenn í svikapóstum Óprúttnir aðilar hafa sent út svikapósta í nafni ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytisins þar sem viðtakendur eru sakaðir um að hafa skoðað barnaníðsefni og þeim tilkynnt að fjölmiðlar verði upplýstir um sakargiftirnar. 13.6.2022 17:32
Strætisvagn ók á gangandi vegfaranda Ökumaður strætisvagns ók á gangandi vegfaranda á Sæbraut í Reykjavík fyrr í dag. Að sögn slökkviliðs hlaut vegfarandinn tvo skurði á höfði og var fluttur á slysadeild. Hann hafi að öðru leyti borið sig vel. 13.6.2022 15:05
Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13.6.2022 14:35
Mývetningar tilheyra nú Þingeyjarsveit Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa. 13.6.2022 11:02
Ferðagleði Íslendinga birtist í metkortaveltu erlendis Heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 21,5 milljörðum króna í apríl og hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1997. Jókst veltan um tæpa 12,4 milljarða frá sama tíma árið 2021. 13.6.2022 10:12
Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9.6.2022 21:17
Ódæðið í Berlín sagt viljaverk án tengsla við hryðjuverkasamtök Lögregla telur að maður sem keyrði inn í mannfjölda í Berlín í Þýskalandi í gær með þeim afleiðingum að kona lést og 31 slasaðist hafi gert það af ásetningi. Ekki leikur grunur á því að sakborningurinn hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. 9.6.2022 20:33
Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. 9.6.2022 17:07