Annar stærsti júlí frá upphafi mælinga Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna. 10.8.2023 16:14
Kynntu „sifjaspellaapp“ Íslendinga fyrir erlendum skátum Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun. 7.8.2023 16:51
Vel heppnað fjölskylduverkefni sem tvöfaldaði íbúafjöldann Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaupstað fór mjög vel fram um helgina og telja skipuleggjendur að metfjöldi fólks hafi lagt leið sína í bæinn. Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli hátíðarinnar í ár og því áhersla lögð á að hafa hana sérstaklega veglega að þessu sinni. 7.8.2023 15:40
Biluð rúta þveraði Suðurstrandarveg Biluð rúta þveraði Suðurstrandarveg við Krýsuvíkurafleggjara og truflaði umferð um veginn á tímabili en búið er að fjarlægja rútuna. 7.8.2023 13:14
Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. 7.8.2023 12:20
Úkraínuforseti segir árás á blóðgjafarstöð vera stríðsglæp Tveir fórust og fjórir særðust þegar rússnesk stýrisprengja hæfði blóðgjafarmiðstöð í norðausturhluta Úkraínu, að sögn þarlendra embættismanna. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti birti ljósmynd af alelda heilbrigðisstofnuninni sem er nærri borginni Kupiansk í Kharkív-héraði. 6.8.2023 16:59
Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. 6.8.2023 16:24
Úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við tvö vopnuð rán Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. september, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á síbrotum og tveimur vopnuðum ránum í gær. 6.8.2023 14:21
Stöðvuðu erlendan bílstjóra hópbifreiðar á nöglum og án réttinda Lögregla hafi afskipti af bílstjóra hópbifreiðar í nótt sem reyndist hvorki vera með atvinnuréttindi hér á landi né ökuréttindi til að aka hópbifreið. Þrír farþegar voru um borð en bílstjórinn er kínverskur ríkisborgari með dvalarleyfi í Svíþjóð. 6.8.2023 13:19
Sérsveit kölluð að Alþingi eftir að tilkynnt var um hugsanlegt skotvopn Sérsveit og lögregla voru send að Alþingi eftir að tilkynnt var að einstaklingur bæri hugsanlegt skotvopn við þinghúsið. Þegar sá komst í leitirnar reyndist einstaklingurinn vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. 6.8.2023 10:56