Biðja fólk í sóttkví um að flokka ekki Sveitarstjórn Bláskógabyggðar biðlar til fólks sem er í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu vegna kórónuveirunnar að setja allan úrgang í almennt sorp og sleppa því að flokka til endurvinnslu. 7.3.2020 14:58
Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. 7.3.2020 14:00
Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. 7.3.2020 12:00
Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7.3.2020 10:55
Sóttvarnarhúsið virkjað í nótt vegna gruns um smit Tveir erlendir ríkisborgarar eru nú vistaðir í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Annar þeirra er í einangrun og bíður enn niðurstöðu rannsóknar en hinn er í sóttkví. Báðir eru með flensueinkenni 7.3.2020 09:38
Hvarf skyndilega á braut eftir líkamsárás Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Þolandi árásarinnar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en árásarmaðurinn var horfinn á braut þegar lögregla kom á vettvang. 7.3.2020 08:30
Tveir látnir í Bretlandi af völdum kórónuveirunnar Karlmaður á níræðisaldri lést í Bretlandi á fimmtudag fljótlega eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir hafa nú látið lífið í Bretlandi eftir að hafa greinst með veiruna en hann er sagður hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma. 7.3.2020 07:41
Gular viðvaranir í gildi víða í dag Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi í dag á Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Má sums staðar reikna með allt að 25 metrum á sekúndu og geta akstursskilyrði víða verið erfið. 7.3.2020 07:13
Eiga erfitt með að fá nógu marga sprittstanda Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við sýkjast af veirunni alræmdu. 1.3.2020 23:49
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1.3.2020 23:21