Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Lögreglan stöðvaði átta ökumenn í Reykjavík þar sem meðal annars var búið að skreyta bifreiðarnar með jólaseríu. Þær voru í kjölfarið boðaðar í skoðun. 8.12.2024 09:04
Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Stjórn Sýrlands hefur verið komið frá völdum eftir að skyndiárás uppreisnarmanna batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Sýrlenska ríkissjónvarpið sendi út myndbandsyfirlýsingu frá hópi manna þar sem fullyrt er að Bashar Assad forseta hafi verið steypt af stóli og allir fangar látnir lausir úr fangelsum. 8.12.2024 07:27
Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. 16.11.2024 15:05
Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Íslensk stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að mati 54,1% aðspurðra í könnun Maskínu. Þá telja 27,4% að stjórnvöld geri nóg og 18,5% að stjórnvöld geri of mikið. 16.11.2024 14:28
Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram. 16.11.2024 13:40
Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Gular viðvaranir vegna hríðarveðurs gilda fram eftir morgni á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Viðvörun vegna hvassviðris eða storms gildir á Suðurausturlandi fram til klukkan 16 í dag. 16.11.2024 08:05
Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Kyrrstaða í stórum vegaframkvæmdum, úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og innanlandspólitíkin er meðal þess sem er til umfjöllunar hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan 10 og er hægt að fylgjast með honum í spilaranum fyrir neðan. 10.11.2024 09:33
Næsta lægð væntanleg á morgun Í dag er spáð suðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu og rigningu, en úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðanlands. Vestan og suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu kringum hádegi, skúrir og heldur kólnandi, en lengst af þurrt norðaustantil. Hægari suðvestanátt í nótt. 10.11.2024 08:10
Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson og kvikmyndaframleiðandinn Heather Millard voru verðlaunuð á Norrænum kvikmyndadögum í þýsku borginni Lübeck fyrir kvikmyndina Ljósbrot og stuttmyndina O (Hringur). 10.11.2024 07:54
Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Nú er gert ráð fyrir 58,6 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs árið 2025 en hann var áætlaður 41,0 milljarður þegar fjárlagafrumvarp var fyrst kynnt í september. Nemur aukningin 17,6 milljörðum króna. 4.11.2024 22:05