Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19 Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári. 22.3.2022 16:08
Ekki kominn í leitirnar mánuði síðar Leitin að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir þann 21. febrúar, hefur ekki enn borið árangur. Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við Vísi en hann vildi lítið tjáð sig um stöðu málsins. 22.3.2022 14:24
Innkalla framleiðslulotu af Stoðmjólk Mjólkursamsalan hefur tekið úr sölu og innkallað eina tiltekna framleiðslulotu af Stoðmjólk. Ástæða innköllunarinnar er að umrædd framleiðslulota stenst ekki gæðakröfur vegna geymsluþols. 22.3.2022 12:55
Þiggur ekki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem hafnaði í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, hyggst ekki þiggja sætið en hún sóttist eftir því að leiða listann áfram. 22.3.2022 12:08
Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22.3.2022 11:27
Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22.3.2022 10:50
Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21.3.2022 14:24
Áfrýjunarnefnd taldi brot BPO Innheimtu umfangsminni og lækkaði sekt Áfrýjunarnefnd neytendamála mildaði ákvörðun Neytendastofu í máli innheimtufyrirtækisins BPO Innheimtu og telur að brot fyrirtækisins hafi verið nokkuð umfangsminni en lagt hafi verið til grundvallar í sekt stofnunarinnar. 21.3.2022 13:14
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup ríkisins á Auðkenni Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup ríkisins á Auðkenni ehf. á grundvelli skilyrða í sátt sem samrunaaðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið. Auðkenni veitir rafræna auðkenningar- og traustþjónustu á Íslandi og gefur út rafræn skilríki. 21.3.2022 10:58
Oddgeir Ágúst Ottesen nýr framkvæmdastjóri KVH Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. 21.3.2022 10:24