Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu list­rænt D-vítamín

Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín.

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Hámhorfið: Hvað eru stjórn­mála­konur að horfa á?

Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana.  

„Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“

Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Silkimjúkar súpur sem veita hlýju

Kokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á heimasíðu sinni og Instagram. Nú í janúar hefur hún deilt girnilegum súpuuppskriftum sem henta vel í matinn fyrir kalda daga sem þessa. 

„Smá gluggi inn í sálar­lífið mitt“

„Ég held að ég leyfi mér hér að vera enn berskjaldaðri en áður,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson um nýja tónlist sem hann var að gefa út. Tæplega fimmtán ár eru liðin frá því að hann sendi frá sér sitt fyrsta lag, Hlið við hlið, og hefur honum tekist að syngja sig aftur og aftur inn í hjörtu þjóðarinnar. 

Ljúffengur fiskréttur að hætti Hrefnu Sætran

Ofurkokkurinn Hrefna Sætran segir að hvítur fiskur sé ótrúlegt hráefni sem maður ætti að borða eins oft og maður getur. Hún deilir hér uppskrift af skotheldum fiskrétti. 

Sjá meira