Tilnefningar til Óskarsverðlauna í beinni á Vísi Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin með pomp og prakt 10. mars næstkomandi þar sem helstu stjörnur leiklistarheimsins keppast um gullstyttuna eftirsóttu. Tilnefningarnar verða tilkynntar á eftir í beinu streymi, hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. 23.1.2024 10:01
Myndaveisla: Troðfullt hús þrátt fyrir leikinn Franska kvikmyndahátíðin opnaði með pompi og prakt í Bíó Paradís á fimmtudagskvöldið og fjöldi fólks lagði leið sína á Hverfisgötuna til að horfa á kvikmyndina L’Innocent (Hinn Saklausi) eftir Louis Garrell. 22.1.2024 18:01
Tískuvikan í París: Rihanna sannkallaður senuþjófur Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar að tónlistarkonan, athafnarkonan og stórstjarnan Rihanna mætti óvænt á tískusýningu Dior í París fyrr í dag og stal senunni. 22.1.2024 16:31
Mafíu-trendið sem tröllríður TikTok Samfélagsmiðlar geta haft gríðarleg áhrif á tískubylgjur hvort sem það er í fatnaði, förðun, tónlist, kvikmyndum eða öðru. Nýtt trend tröllríður nú samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Það snýr að ýktum glamúr stíl sem kallast mafíu-eiginkonu fagurfræðin eða „Mob wife aesthetic“. 22.1.2024 13:09
Stjörnulífið: Bumbumyndir, boltinn og bombur í brekkunni Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af þorrablótum, árshátíðum og öðrum boðum. Stjörnur landsins skinu skært hvort sem það var í skíðagallanum í brekkunni eða glimmergallanum á dansgólfinu. 22.1.2024 10:10
Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21.1.2024 13:00
Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20.1.2024 11:31
„Er klárlega með breiðara bak í dag“ „Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir. 20.1.2024 07:00
Sjóðheit föstudags förðunartrend Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg fylgist grannt með nýjum tískubylgjum innan förðunarheimsins og passar upp á að vera með puttann á púlsinum. Blaðamaður heyrði í honum og fékk hann til að deila nokkrum heitum og vinsælum förðunartrendum með lesendum Lífsins. 19.1.2024 09:00
Myndaveisla: Listrænt fjör í Marshallhúsinu Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan. 17.1.2024 09:54